Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH bætti persónulegt met sitt innanhúss í gær þegar hann kastaði kúlunni 19,16 metra á móti í Laugardalshöllinni.
Besti árangur Óðins innanhúss var 18,70 metrar frá því fyrir tveimur árum, en Óðinn gat lítið keppt á síðasta ári vegna meiðsla.
Þetta var fjórða lengsta kast sögunnar innanhúss en Óðinn á best 19,24 metra utanhúss. Óðinn var frjálsíþróttamaður ársins í karlaflokki árið 2007.