Músík og mannasiðir Þorvaldur Gylfason skrifar 22. október 2009 06:00 Vinur minn einn hefur farið svo víða og gert svo margt, að hann á að heita má ekkert eftir. Honum finnst tvennt skara fram úr öllu öðru, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur: að tína sveppi og renna sér á skautum. Þegar hann gifti sig, bauð hann konunni með sér að tína sveppi. Hún spurði, hvort það væri óhætt. Treystu mér, sagði hann. Þau héldu síðan dýrlega sveppaveizlu. Konan fékk matareitrun og var margar vikur að ná sér. Tók þá vötnin að leggja, og vinur minn bauð konunni með sér á skauta. Er það óhætt? spurði hún. Treystu mér, sagði hann. Hann var vanur skautamaður. Hún dróst aftur úr honum á svellinu, þetta var í 25 stiga frosti, og þá heyrir hann ísinn bresta fyrir aftan sig. Honum tókst við illan leik að draga króknandi konuna upp úr vökinni og koma henni í hús og þurfti að nota hitablásara til að þíða utan af henni fötin. Nú tína þau saman sveppi og renna sér á skautum eftir árstíðum. Góð tónlist og leikfimiÞýzka tónskáldið Paul Hindemith var sömu gerðar að því leyti, að honum þótti tvennt eftirsóknarvert: góð tónlist og hrein samvizka. Ekki veit ég, hvort hann hafði reynt allt hitt. Tónlist er svo snar þáttur í lífi fólks, að án hennar geta fæstir verið. Víkingar fluttu tvísönginn til Íslands, og hann varðveittist.Egill Skalli söng Höfuðlausn fyrir Eirík blóðöxi. Íslendingar kváðu rímur og sungu síðan sálma. En þegar okkur vantaði þjóðsöng 1874, þurfti að sækja lagið við lofsöng séra Matthíasar til Edinborgar, þar sem tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson bjó.Sigfús Einarsson fluttist heim til Reykjavíkur 1906 og hafði fyrstur Íslendinga tónlist að ævistarfi heima fyrir. Æ fleiri Íslendingar lærðu að syngja og spila í útlöndum og fluttu kunnáttuna með sér hingað heim til að deila henni með öðrum. Útvarpið færði tónlist inn á hvert heimili í landinu eftir 1930. Tónlistarskólar ruddu sér til rúms. Nemendur þar voru um þúsund 1960, og nú eru þeir fjórtán þúsund í næstum hundrað skólum um allt land.Það er bylting.Stundum er sagt, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa og reikna. Mér finnst nær að segja, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, rækta líkamann og sálina, syngja og spila. Grunnskólar og framhaldsskólar sjá um lestur, skrift, reikning og leikfimi, og tónlistarskólarnir sjá um hitt. Kannski væri ráð að búa tónlistarskólunum í lögum hliðstæðan sess og öðrum skólum með þeim rökum, að tónlist eigi af uppeldisástæðum heima við hliðina á lestri, skrift, reikningi og leikfimi á jafnréttisgrundvelli. Gróskan í starfi tónlistarskólanna myndi trúlega lyfta öðru skólastarfi. Af uppeldisástæðum?Músík kennir mönnum kurteisi. Enginn stendur upp frá strengjakvartett eftir Beethoven eða píanókonsert eftir Mozart til að fremja óhæfuverk eða ausa svívirðingum yfir náungann. Það er að minnsta kosti sjaldgæft. Rauði herinn stóð ráðalaus frammi fyrir tugþúsundum syngjandi fólks, sem myndaði samfellda keðju frá Eistlandi um Lettland til Litháens 1991 og tryggði sér með söng frjálsa framtíð við Eystrasalt.Og þannig tókst leikaranum góða, George Hamilton, að bjarga lífi sínu um árið. Þannig var, að hann var að leika í þriðja flokks mynd í Marokkó, fékk helgarfrí, flaug til Madríd og komst þá að því, að í hverfinu var hvergi deigan dropa að fá nema í tilteknu vændishúsi; Frankó var enn við völd. Og sem hann kemur sárþyrstur á staðinn, sér Georgie sér til mikillar undrunar móður sína sitja þar að sumbli með Övu Gardner. Hvað ert þú að gera hér? spurði mamma. En þú? spurði Georgie. Hann bauð þeim upp á drykk, og þær fóru heim fyrir morgun; Ava var með höfuðverk. Georgie bjóst einnig til brottfarar, nema þá kemur eigandi hússins aðvífandi, 300 punda tarfur með tvö vöðvabúnt sér við hlið og rekur framan í hann reikning upp á 30.000 dali. Það var mikið fé. Nú voru góð ráð dýr, nema Georgie kemur þá auga á gítar, tekur hann í fangið og syngur og spilar Love Me Tender. Þremenningarnir horfðu á hann eins og naut á nývirki. Vitið þér, hvað ég fæ greitt fyrir að syngja þetta lag í Las Vegas? spurði Georgie. Tuttugu þúsund. Síðan söng hann og lék annað lag og sagði við eigandann: Þér skuldið mér tíu þúsund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vinur minn einn hefur farið svo víða og gert svo margt, að hann á að heita má ekkert eftir. Honum finnst tvennt skara fram úr öllu öðru, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur: að tína sveppi og renna sér á skautum. Þegar hann gifti sig, bauð hann konunni með sér að tína sveppi. Hún spurði, hvort það væri óhætt. Treystu mér, sagði hann. Þau héldu síðan dýrlega sveppaveizlu. Konan fékk matareitrun og var margar vikur að ná sér. Tók þá vötnin að leggja, og vinur minn bauð konunni með sér á skauta. Er það óhætt? spurði hún. Treystu mér, sagði hann. Hann var vanur skautamaður. Hún dróst aftur úr honum á svellinu, þetta var í 25 stiga frosti, og þá heyrir hann ísinn bresta fyrir aftan sig. Honum tókst við illan leik að draga króknandi konuna upp úr vökinni og koma henni í hús og þurfti að nota hitablásara til að þíða utan af henni fötin. Nú tína þau saman sveppi og renna sér á skautum eftir árstíðum. Góð tónlist og leikfimiÞýzka tónskáldið Paul Hindemith var sömu gerðar að því leyti, að honum þótti tvennt eftirsóknarvert: góð tónlist og hrein samvizka. Ekki veit ég, hvort hann hafði reynt allt hitt. Tónlist er svo snar þáttur í lífi fólks, að án hennar geta fæstir verið. Víkingar fluttu tvísönginn til Íslands, og hann varðveittist.Egill Skalli söng Höfuðlausn fyrir Eirík blóðöxi. Íslendingar kváðu rímur og sungu síðan sálma. En þegar okkur vantaði þjóðsöng 1874, þurfti að sækja lagið við lofsöng séra Matthíasar til Edinborgar, þar sem tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson bjó.Sigfús Einarsson fluttist heim til Reykjavíkur 1906 og hafði fyrstur Íslendinga tónlist að ævistarfi heima fyrir. Æ fleiri Íslendingar lærðu að syngja og spila í útlöndum og fluttu kunnáttuna með sér hingað heim til að deila henni með öðrum. Útvarpið færði tónlist inn á hvert heimili í landinu eftir 1930. Tónlistarskólar ruddu sér til rúms. Nemendur þar voru um þúsund 1960, og nú eru þeir fjórtán þúsund í næstum hundrað skólum um allt land.Það er bylting.Stundum er sagt, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa og reikna. Mér finnst nær að segja, að skólar séu til að kenna fólki að lesa, skrifa, reikna, rækta líkamann og sálina, syngja og spila. Grunnskólar og framhaldsskólar sjá um lestur, skrift, reikning og leikfimi, og tónlistarskólarnir sjá um hitt. Kannski væri ráð að búa tónlistarskólunum í lögum hliðstæðan sess og öðrum skólum með þeim rökum, að tónlist eigi af uppeldisástæðum heima við hliðina á lestri, skrift, reikningi og leikfimi á jafnréttisgrundvelli. Gróskan í starfi tónlistarskólanna myndi trúlega lyfta öðru skólastarfi. Af uppeldisástæðum?Músík kennir mönnum kurteisi. Enginn stendur upp frá strengjakvartett eftir Beethoven eða píanókonsert eftir Mozart til að fremja óhæfuverk eða ausa svívirðingum yfir náungann. Það er að minnsta kosti sjaldgæft. Rauði herinn stóð ráðalaus frammi fyrir tugþúsundum syngjandi fólks, sem myndaði samfellda keðju frá Eistlandi um Lettland til Litháens 1991 og tryggði sér með söng frjálsa framtíð við Eystrasalt.Og þannig tókst leikaranum góða, George Hamilton, að bjarga lífi sínu um árið. Þannig var, að hann var að leika í þriðja flokks mynd í Marokkó, fékk helgarfrí, flaug til Madríd og komst þá að því, að í hverfinu var hvergi deigan dropa að fá nema í tilteknu vændishúsi; Frankó var enn við völd. Og sem hann kemur sárþyrstur á staðinn, sér Georgie sér til mikillar undrunar móður sína sitja þar að sumbli með Övu Gardner. Hvað ert þú að gera hér? spurði mamma. En þú? spurði Georgie. Hann bauð þeim upp á drykk, og þær fóru heim fyrir morgun; Ava var með höfuðverk. Georgie bjóst einnig til brottfarar, nema þá kemur eigandi hússins aðvífandi, 300 punda tarfur með tvö vöðvabúnt sér við hlið og rekur framan í hann reikning upp á 30.000 dali. Það var mikið fé. Nú voru góð ráð dýr, nema Georgie kemur þá auga á gítar, tekur hann í fangið og syngur og spilar Love Me Tender. Þremenningarnir horfðu á hann eins og naut á nývirki. Vitið þér, hvað ég fæ greitt fyrir að syngja þetta lag í Las Vegas? spurði Georgie. Tuttugu þúsund. Síðan söng hann og lék annað lag og sagði við eigandann: Þér skuldið mér tíu þúsund.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun