Hagræði fyrir alla Margrét kristmannsdóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Eitt af því sem góðærið leiddi af sér var að afgreiðslutími verslana hér á landi var lengdur. Afgreiðslutími á virkum dögum var lengdur, fimmtudagskvöldin bættust við, lengri afgreiðslutími á laugardögum, sunnudögum, um helgar, lengri afgreiðslutími fyrir jólin og opið allan sólarhringinn. Kaupmenn kepptust hver um annan þveran að lengja afgreiðslutímann og oft var eins og lengri afgreiðslutími væri eina svarið við aukinni samkeppni. Nú situr íslensk verslun uppi með einn lengsta afgreiðslutíma sem þekkist í nágrannalöndunum, ef ekki þann lengsta. Þegar kreppir að eins og nú og kaupmáttur hrynur og eftirspurn dregst saman stendur verslunin frammi fyrir því að hagræða á öllum sviðum. Starfsfólki er fækkað, laun eru lækkuð, endursamið er við birgja og allra leiða leitað til að hagræða. Lítið bólar þó á styttri afgreiðslutíma. Þegar kaupmenn eru spurðir út í langan afgreiðslutíma er svarið einatt að viðskiptavinirnir séu orðnir vanir löngum afgreiðslutíma og verslunarvenjur hafi breyst með þeim hætti að ekki sé hægt að snúa til baka. Þetta er vissulega rétt enda hljóta allir neytendur að hugsa til þess með hryllingi þegar allar verslanir voru lokaðar á kvöldin og um helgar. En okkur Íslendingum er svolítið tamt að gera flest með trukki og dýfu og er þessi langi afgreiðslutími merki um það - við gerum hlutina annaðhvort í ökkla eða eyra! Þó að neytandinn vilji versla þegar honum hentar - er sjaldan talað um kostnaðinn sem felst í þessum langa afgreiðslutíma. Hver klukkustund sem verslun er opin kostar sitt og þeim kostnaði er velt út í verðlagið sem neytandinn greiðir á endanum. Það er nefnilega því miður ekki þannig að verslun aukist í réttu hlutfalli við lengri afgreiðslutíma. Verslun eykst eitthvað en að mestu leyti dreifist salan á lengri tíma með auknum tilkostnaði. Er nauðsynlegt að hafa opið öll fimmtudagskvöld í stóru verslunarkjörnunum, þar að auki til kl. 18.00 alla laugardaga og sunnudaga og til kl. 22 síðustu tíu dagana fyrir jól? Eða væri hægt að gera hagstæðari innkaup ef afgreiðslutíminn yrði eitthvað styttur? Myndi íslenski neytandinn sætta sig við skertan afgreiðslutíma ef vöruverð gæti lækkað í staðinn? Neytandinn er nefnilega ótrúlega sveigjanlegur - er fljótur að aðlaga sig og breyta verslunarvenjum sínum. Það fékk kaupmaðurinn að reyna sem keypti litla sjoppu í einu úthverfi borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þegar hann keypti verslunina var hún opin til kl. 23.30 en kaupmaðurinn komst fljótt að því að lítið var að gera eftir klukkan níu á kvöldin þar til rétt fyrir lokun að nokkrir viðskiptavinir komu inn. Hann ákvað því fljótlega að stytta afgreiðslutímann til kl. 22.30 og það sama gerðist - ekkert var að gera eftir klukkan níu en rétt fyrir lokun komu sömu viðskiptavinirnir og áður höfðu komið rétt fyrir miðnætti. Kaupmaðurinn ákvað því að fikra sig áfram og stytti afgreiðslutímann en nú til kl. 21.30 og fljótlega þróaðist verslunin með þeim hætti að nóg var að gera í versluninni fram að lokun og síðasta hálftímann komu viðskiptavinirnir sem áður höfðu komið rétt fyrir kl. 23.30. Það virðist nefnilega vera þannig að sumir neytendur nýta sér afgreiðslutímann til fulls, en spurningin er hvort þeir eigi að stýra honum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir alla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Eitt af því sem góðærið leiddi af sér var að afgreiðslutími verslana hér á landi var lengdur. Afgreiðslutími á virkum dögum var lengdur, fimmtudagskvöldin bættust við, lengri afgreiðslutími á laugardögum, sunnudögum, um helgar, lengri afgreiðslutími fyrir jólin og opið allan sólarhringinn. Kaupmenn kepptust hver um annan þveran að lengja afgreiðslutímann og oft var eins og lengri afgreiðslutími væri eina svarið við aukinni samkeppni. Nú situr íslensk verslun uppi með einn lengsta afgreiðslutíma sem þekkist í nágrannalöndunum, ef ekki þann lengsta. Þegar kreppir að eins og nú og kaupmáttur hrynur og eftirspurn dregst saman stendur verslunin frammi fyrir því að hagræða á öllum sviðum. Starfsfólki er fækkað, laun eru lækkuð, endursamið er við birgja og allra leiða leitað til að hagræða. Lítið bólar þó á styttri afgreiðslutíma. Þegar kaupmenn eru spurðir út í langan afgreiðslutíma er svarið einatt að viðskiptavinirnir séu orðnir vanir löngum afgreiðslutíma og verslunarvenjur hafi breyst með þeim hætti að ekki sé hægt að snúa til baka. Þetta er vissulega rétt enda hljóta allir neytendur að hugsa til þess með hryllingi þegar allar verslanir voru lokaðar á kvöldin og um helgar. En okkur Íslendingum er svolítið tamt að gera flest með trukki og dýfu og er þessi langi afgreiðslutími merki um það - við gerum hlutina annaðhvort í ökkla eða eyra! Þó að neytandinn vilji versla þegar honum hentar - er sjaldan talað um kostnaðinn sem felst í þessum langa afgreiðslutíma. Hver klukkustund sem verslun er opin kostar sitt og þeim kostnaði er velt út í verðlagið sem neytandinn greiðir á endanum. Það er nefnilega því miður ekki þannig að verslun aukist í réttu hlutfalli við lengri afgreiðslutíma. Verslun eykst eitthvað en að mestu leyti dreifist salan á lengri tíma með auknum tilkostnaði. Er nauðsynlegt að hafa opið öll fimmtudagskvöld í stóru verslunarkjörnunum, þar að auki til kl. 18.00 alla laugardaga og sunnudaga og til kl. 22 síðustu tíu dagana fyrir jól? Eða væri hægt að gera hagstæðari innkaup ef afgreiðslutíminn yrði eitthvað styttur? Myndi íslenski neytandinn sætta sig við skertan afgreiðslutíma ef vöruverð gæti lækkað í staðinn? Neytandinn er nefnilega ótrúlega sveigjanlegur - er fljótur að aðlaga sig og breyta verslunarvenjum sínum. Það fékk kaupmaðurinn að reyna sem keypti litla sjoppu í einu úthverfi borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þegar hann keypti verslunina var hún opin til kl. 23.30 en kaupmaðurinn komst fljótt að því að lítið var að gera eftir klukkan níu á kvöldin þar til rétt fyrir lokun að nokkrir viðskiptavinir komu inn. Hann ákvað því fljótlega að stytta afgreiðslutímann til kl. 22.30 og það sama gerðist - ekkert var að gera eftir klukkan níu en rétt fyrir lokun komu sömu viðskiptavinirnir og áður höfðu komið rétt fyrir miðnætti. Kaupmaðurinn ákvað því að fikra sig áfram og stytti afgreiðslutímann en nú til kl. 21.30 og fljótlega þróaðist verslunin með þeim hætti að nóg var að gera í versluninni fram að lokun og síðasta hálftímann komu viðskiptavinirnir sem áður höfðu komið rétt fyrir kl. 23.30. Það virðist nefnilega vera þannig að sumir neytendur nýta sér afgreiðslutímann til fulls, en spurningin er hvort þeir eigi að stýra honum með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir alla?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun