Vald eigandans Þorvaldur Gylfason skrifar 16. apríl 2009 06:00 Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar. En Kongó fékk samt lán úr sjóðnum eins og önnur aðildarríki svo lengi sem formlegum lánsskilyrðum var fullnægt. Margir þóttust vita, að lykillinn að lánveitingunum væri velþóknun Bandaríkjastjórnar á Móbútú, þar eð hann hélt landi sínu saman með því að verja það gegn framrás kommúnista og annarra uppreisnarmanna. Stundum skarst í odda innan sjóðsins; einn virtasti hagfræðingurinn þar, sem ég þekkti vel, sagði starfi sínu lausu til að andmæla afskiptum bandaríska fjármálaráðuneytisins af aðstoð sjóðsins við Egyptaland. JafnræðisreglaGjaldeyrissjóðurinn er eign eigenda sinna og tekur eftir settum reglum mið af sjónarmiðum þeirra. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði aðildarlandanna. Frumreglan í stjórnarskrá sjóðsins er, að aðildarlöndin standa jafnfætis frammi fyrir sjóðnum, þegar þau þurfa á aðstoð hans að halda, en þó þannig að tekið sé tillit til sérþarfa og staðhátta hvers lands. Helztu eigendur sjóðsins eru iðnríkin, sem stofnuðu sjóðinn 1944. Eignarhlutur þeirra í sjóðnum hefur minnkað hægar en hlutur þeirra í heimsbúskapnum. Landsframleiðsla Bandaríkjanna nam helmingi heimsframleiðslunnar 1944, en nemur nú aðeins um fimmtungi. Nú er unnið að því að leiðrétta slagsíðuna í yfirstjórn sjóðsins með því að auka hlut þróunarlanda, þar á meðal Indlands og Kína, til samræmis við aukinn hlut þeirra í heimsbúskapnum. Það mjakast. Blaðakóngar og blaðamennEn fjölmiðlar? Eru þeir framlengdur armur eigendanna? Ég les New York Times. Það hvarflar ekki að mér, að eigendur blaðsins reyni að hafa áhrif á skoðanir mínar frá degi til dags. En ritstjórarnir reyna það og einnig dálkahöfundar og höfundar aðsendra greina eins og eðlilegt er. Eigendurnir velja ritstjóra, og ritstjórnin velur dálkahöfunda og tekur ákvarðanir um birtingu aðsendra greina. Erfitt er að sjá, að hægt væri að reka gott blað með öðrum hætti. Mér er til efs, að eigendur New York Times hafi skipt sér af vali dálkahöfunda eða skrifum þeirra. Sama máli gegnir um mörg önnur blöð, til dæmis Financial Times í London og Dagens Nyheter í Stokkhólmi, frjálslynd blöð. Frjálslyndið lýsir sér í leiðaraskrifum og vali á ýmsu efni. New York Times truflaði samt Nixon Bandaríkjaforseta (og það gerði ekki síður Washington Post, sem átti upptökin að afsögn Nixons með vansæmd 1974), og blaðið heldur áfram að trufla marga bandaríska repúblikana, sem telja blaðið mótdrægt sér og sínum sjónarmiðum. Glórulaus öld græðginnarAndúð repúblikana á frjálslyndum fjölmiðlum virtist leiða til þess, að aukin harka færðist í bandaríska fjölmiðlun. Til dæmis má nefna útvarpsmanninn Rush Limbaugh, sem fylgir repúblikönum að málum gegnum þykkt og þunnt. Annað dæmi er sjónvarpsfréttastöðin Fox News, þar sem fréttaþulir og þáttastjórnendur úthella skoðunum sínum. Þessi aðferð hefur færzt yfir á aðrar stöðvar, til dæmis CNN, þar sem fréttamenn létu sér áður nægja að flytja fréttir og lýsa nú einnig skoðunum sínum. Þessi tilhneiging hefur borizt hingað heim. Ýmsir blaðamenn taka nú beina afstöðu í skrifum sínum ekki síður en ritstjórarnir. Þessi breyting virðist endurspegla aukna hörku í skoðanaskiptum meðal annars vegna harðnandi átaka um skiptingu auðs og tekna á glórulausri öld græðginnar. Aukin misskipting hefur knúið ójafnaðarmenn til varnar fyrir eigin auðsöfnun og jafnaðarmenn og aðra til gagnsóknar, einkum gegn sjálftöku. Aukin harka í átökum um auð og völd með vaxandi misskiptingu kann að ýta undir áhuga fjársterkra manna á að eiga fjölmiðla og beita þeim fyrir sig og stafar kannski að einhverju leyti af nýju eignarhaldi. Það vekur eftirtekt, einnig erlendis, að eigendur bankanna þriggja, sem komust allir í þrot í haust leið, skyldu allir ásælast og eignast öll dagblöðin auk annarra miðla. Til hvers? Rannsókn bankahrunsins þarf að ná til eignarhalds eigenda bankanna á fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar. En Kongó fékk samt lán úr sjóðnum eins og önnur aðildarríki svo lengi sem formlegum lánsskilyrðum var fullnægt. Margir þóttust vita, að lykillinn að lánveitingunum væri velþóknun Bandaríkjastjórnar á Móbútú, þar eð hann hélt landi sínu saman með því að verja það gegn framrás kommúnista og annarra uppreisnarmanna. Stundum skarst í odda innan sjóðsins; einn virtasti hagfræðingurinn þar, sem ég þekkti vel, sagði starfi sínu lausu til að andmæla afskiptum bandaríska fjármálaráðuneytisins af aðstoð sjóðsins við Egyptaland. JafnræðisreglaGjaldeyrissjóðurinn er eign eigenda sinna og tekur eftir settum reglum mið af sjónarmiðum þeirra. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði aðildarlandanna. Frumreglan í stjórnarskrá sjóðsins er, að aðildarlöndin standa jafnfætis frammi fyrir sjóðnum, þegar þau þurfa á aðstoð hans að halda, en þó þannig að tekið sé tillit til sérþarfa og staðhátta hvers lands. Helztu eigendur sjóðsins eru iðnríkin, sem stofnuðu sjóðinn 1944. Eignarhlutur þeirra í sjóðnum hefur minnkað hægar en hlutur þeirra í heimsbúskapnum. Landsframleiðsla Bandaríkjanna nam helmingi heimsframleiðslunnar 1944, en nemur nú aðeins um fimmtungi. Nú er unnið að því að leiðrétta slagsíðuna í yfirstjórn sjóðsins með því að auka hlut þróunarlanda, þar á meðal Indlands og Kína, til samræmis við aukinn hlut þeirra í heimsbúskapnum. Það mjakast. Blaðakóngar og blaðamennEn fjölmiðlar? Eru þeir framlengdur armur eigendanna? Ég les New York Times. Það hvarflar ekki að mér, að eigendur blaðsins reyni að hafa áhrif á skoðanir mínar frá degi til dags. En ritstjórarnir reyna það og einnig dálkahöfundar og höfundar aðsendra greina eins og eðlilegt er. Eigendurnir velja ritstjóra, og ritstjórnin velur dálkahöfunda og tekur ákvarðanir um birtingu aðsendra greina. Erfitt er að sjá, að hægt væri að reka gott blað með öðrum hætti. Mér er til efs, að eigendur New York Times hafi skipt sér af vali dálkahöfunda eða skrifum þeirra. Sama máli gegnir um mörg önnur blöð, til dæmis Financial Times í London og Dagens Nyheter í Stokkhólmi, frjálslynd blöð. Frjálslyndið lýsir sér í leiðaraskrifum og vali á ýmsu efni. New York Times truflaði samt Nixon Bandaríkjaforseta (og það gerði ekki síður Washington Post, sem átti upptökin að afsögn Nixons með vansæmd 1974), og blaðið heldur áfram að trufla marga bandaríska repúblikana, sem telja blaðið mótdrægt sér og sínum sjónarmiðum. Glórulaus öld græðginnarAndúð repúblikana á frjálslyndum fjölmiðlum virtist leiða til þess, að aukin harka færðist í bandaríska fjölmiðlun. Til dæmis má nefna útvarpsmanninn Rush Limbaugh, sem fylgir repúblikönum að málum gegnum þykkt og þunnt. Annað dæmi er sjónvarpsfréttastöðin Fox News, þar sem fréttaþulir og þáttastjórnendur úthella skoðunum sínum. Þessi aðferð hefur færzt yfir á aðrar stöðvar, til dæmis CNN, þar sem fréttamenn létu sér áður nægja að flytja fréttir og lýsa nú einnig skoðunum sínum. Þessi tilhneiging hefur borizt hingað heim. Ýmsir blaðamenn taka nú beina afstöðu í skrifum sínum ekki síður en ritstjórarnir. Þessi breyting virðist endurspegla aukna hörku í skoðanaskiptum meðal annars vegna harðnandi átaka um skiptingu auðs og tekna á glórulausri öld græðginnar. Aukin misskipting hefur knúið ójafnaðarmenn til varnar fyrir eigin auðsöfnun og jafnaðarmenn og aðra til gagnsóknar, einkum gegn sjálftöku. Aukin harka í átökum um auð og völd með vaxandi misskiptingu kann að ýta undir áhuga fjársterkra manna á að eiga fjölmiðla og beita þeim fyrir sig og stafar kannski að einhverju leyti af nýju eignarhaldi. Það vekur eftirtekt, einnig erlendis, að eigendur bankanna þriggja, sem komust allir í þrot í haust leið, skyldu allir ásælast og eignast öll dagblöðin auk annarra miðla. Til hvers? Rannsókn bankahrunsins þarf að ná til eignarhalds eigenda bankanna á fjölmiðlum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun