Handbolti

Viggó er mættur á leikinn á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, tekur alltaf mikinn þátt í leiknum.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, tekur alltaf mikinn þátt í leiknum. Mynd/Anton

Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram í N1 deild karla í handbolta, tekur út leikbanni þegar liðið byrjar þátttöku sína í úrslitakeppninni í kvöld. Viggó er engu að síður mættur á Ásvelli þar sem Framarar sækja deildarmeistara Hauka heim.

Viggó Sigurðsson byrjaði á því að fara upp í blaðamannastúkuna á Ásvöllum þar sem að hann sat við hlið sjónvarpsmannsins góðkunna Valtýs Bjarnar Valtýssonar.

Viggó fór síðan til fjölskyldunnar og ætlar greinilega að sitja þar á meðan leiknum stendur. Viggó má ekki hafa nein afskipti af leiknum og nú er að sjá hvort hann standist freistinguna að öskra á sína menn þegar leikurinn er kominn í fullan gang.

Viggó fékk rautt spjald í lokaleik deildarkeppninnar og var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×