Körfubolti

Friðrik: Við vorum ragir og lélegir framan af leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Valli

Grindvíkingar eru komnir 0-1 undir á móti KR í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla. Grindavík lenti langt undir í leiknum en var næstum því búið að vinna upp muninn í lokin.

„Við ætluðum að byrja leikinn af miklu meiri krafti en þetta spilaðist líka betur fyrir okkur þegar menn höfðu engu að tapa," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir 88-84 tap fyrir KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við vorum ragir og lélegir framan af leik. Ég er mjög svekktur með það," sagði Friðrik en hann vildi hrósa Nick Bradford sem var með 38 stig í leiknum. „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig Nick kom tilbúinn inn í leikinn og hann átti frábæran leik. Aðrir voru langt frá sínu besta," sagði Friðrik.

„Ég verð að segja mínum mönnum það til hrós að þeir sýndu gríðarlegan karakter að koma til baka og það munaði í sjálfu sér ekkert gríðarlega miklu að við næðum þeim," sagði Friðrik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×