Baulað úr bómull Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. mars 2009 06:00 Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar? Einu sinni var Síminn ríkis-fyrirtæki. Ég veit ekki hvað hann er núna - einkafyrirtæki á framfæri ríkisins? Hann er að minnsta kosti vafinn í bómull. Og hefur kannski þess vegna ekki veitt því athygli að nú er lengur ekki tími til að bera sig borginmannlega. Það er óviðkunnanlegt að láta baula á sig úr bómull. Bómull: Síminn er eitt af þessum Flokksfyrirtækjum Davíðs-tímans sem við kvöddum endanlega í fyrradag með ræðu mannsins sem kann ekki að gúgla. Þetta er einhvers konar ríkisfyrirtæki að þykjast vera einkafyrirtæki. Einokunarfyrirtæki í þykjustusamkeppni. Fyrirtæki sem er meira og minna í áskrift hjá okkur þó að svo eigi að heita að málamyndasamkeppni ríki á símamarkaði. Og rukkar okkur um býsna hátt gjald fyrir þjónustu sem enginn veit hvað kostar fyrirtækið í raun og veru. Málamyndasamkeppnin felst í því að tvö önnur símafyrirtæki leitast við að ná einhverri markaðshlutdeild, og sökum þess - eins og við þekkjum svo vel - að hinir svokölluðu samkeppnisaðilar bjóða allir upp á sama verðið þá snýst allt um ímynd, auglýsingar, tilraunir til að þyrla upp ryki með sláandi tilboðum sem núlluð eru út einhvers staðar annars staðar. Gott og vel. Þetta þekkjum við. Svona er þetta. En er ekki samt óþarfi að hafa auglýsingarnar frá þessu fyrirtæki alveg svona bjálfalegar? Það er vissulega leiðinlegt að horfa á leiðinlegt sjónvarpsefni en er nokkuð leiðinlegra en leiðinleg sjónvarpsauglýsing? Það eina sem gæti verið leiðinlegra en leiðinleg sjónvarpsauglýsing er leiðinleg auglýsing í annað sinn. Um þriðja sinn er ekki að ræða þökk sé fjarstýringunni. Um hríð hefur dunið á landsmönnum auglýsing sem er langdregnari en Tarkovskí-mynd - án þess að gefa manni nokkuð eins og þær gerðu þó ef maður gaf sig þeim á vald. Þar má líta hóp manna sem á árunum gátu sér orð sem fréttamenn og fá nú að endurlifa þá tíð á blaðamannafundi þar sem sá góði þjóðleikari Hilmir Snær þrástagast á einhverju um símaþjónustu sem því miður er ekki nokkur vegur að muna því auglýsingin er svo ævintýralega leiðinleg. Og var víst ekki einu sinni satt. Þetta er dæmigerð auglýsing frá drýldnu stórfyrirtæki: löng, búraleg og óhemju dýr. Það er í sjálfu sér geysileg bjartsýni hjá auglýsingagerðarmönnunum að ímynda sér æsilegan blaðamannafund sem hefði að geyma óvænt tíðindi um verðlagningu símaþjónustu á Íslandi því að í þeim efnum er ævinlega bara ein frétt: þetta hækkar. Meðal annars til að standa straum af svona auglýsingum. Og þó er þessi langa auglýsing beinlínis góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna í samanburði við fruntaskapinn sem Síminn lætur sér sæma að bjóða okkur upp á í útvarpi í tíma og ótíma, rétt eins og enn sé árið 2006 og allir að farast úr frekju. Þá þarf sá fíni þjóðlesari Guðni Kolbeinsson að lesa upp ímyndaða sjónvarpsdagskrá með öllu því efni sem þröngsýnir strákar á auglýsingastofu geta ímyndað sér að sé leiðinlegt áður en sá lestur er snarlega rofinn og okkur tilkynnt af rogginni röddu að leiðinlegt sé að horfa á leiðinlegt sjónvarp en hins vegar bjóði Síminn upp á Skjá-bíó. Þar sem við getum horft á amerískar bíómyndir. Þegar hlustað er eftir tilskipunum Símans um það hvað sé leiðinlegt má heyra að það eigi við um allt sem ekki sé amerísk bíómynd. Grænlensk mynd, ha ha ha. Norsk mynd ha ha ha. Mynd um afrískan strák HA HA HA. Síminn gjörir heyrinkunnugt að okkur beri að leiðast allt slíkt - okkur beri að horfa á Batman. Þar sem listrænn hátindur felst í nýrri útfærslu á þeim endalausa bílaeltingaleik sem amerískar bíómyndir hafa nú verið yfir þrjátíu ár. Um að gera að horfa á slíkt fram að átján ára aldri, og síðan af og til. Eftir það fer samt flesta að langa að fá meiri fregnir af mannlífinu og innsýn í sálirnar, jafnvel eitthvað til að spegla sitt eigið hlutskipti. Slíkt fáum við ekki síst með því að horfa á efni sem búið er til í skringilegum og fjarlægum löndum á borð við Grænland og Noreg - já og Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar? Einu sinni var Síminn ríkis-fyrirtæki. Ég veit ekki hvað hann er núna - einkafyrirtæki á framfæri ríkisins? Hann er að minnsta kosti vafinn í bómull. Og hefur kannski þess vegna ekki veitt því athygli að nú er lengur ekki tími til að bera sig borginmannlega. Það er óviðkunnanlegt að láta baula á sig úr bómull. Bómull: Síminn er eitt af þessum Flokksfyrirtækjum Davíðs-tímans sem við kvöddum endanlega í fyrradag með ræðu mannsins sem kann ekki að gúgla. Þetta er einhvers konar ríkisfyrirtæki að þykjast vera einkafyrirtæki. Einokunarfyrirtæki í þykjustusamkeppni. Fyrirtæki sem er meira og minna í áskrift hjá okkur þó að svo eigi að heita að málamyndasamkeppni ríki á símamarkaði. Og rukkar okkur um býsna hátt gjald fyrir þjónustu sem enginn veit hvað kostar fyrirtækið í raun og veru. Málamyndasamkeppnin felst í því að tvö önnur símafyrirtæki leitast við að ná einhverri markaðshlutdeild, og sökum þess - eins og við þekkjum svo vel - að hinir svokölluðu samkeppnisaðilar bjóða allir upp á sama verðið þá snýst allt um ímynd, auglýsingar, tilraunir til að þyrla upp ryki með sláandi tilboðum sem núlluð eru út einhvers staðar annars staðar. Gott og vel. Þetta þekkjum við. Svona er þetta. En er ekki samt óþarfi að hafa auglýsingarnar frá þessu fyrirtæki alveg svona bjálfalegar? Það er vissulega leiðinlegt að horfa á leiðinlegt sjónvarpsefni en er nokkuð leiðinlegra en leiðinleg sjónvarpsauglýsing? Það eina sem gæti verið leiðinlegra en leiðinleg sjónvarpsauglýsing er leiðinleg auglýsing í annað sinn. Um þriðja sinn er ekki að ræða þökk sé fjarstýringunni. Um hríð hefur dunið á landsmönnum auglýsing sem er langdregnari en Tarkovskí-mynd - án þess að gefa manni nokkuð eins og þær gerðu þó ef maður gaf sig þeim á vald. Þar má líta hóp manna sem á árunum gátu sér orð sem fréttamenn og fá nú að endurlifa þá tíð á blaðamannafundi þar sem sá góði þjóðleikari Hilmir Snær þrástagast á einhverju um símaþjónustu sem því miður er ekki nokkur vegur að muna því auglýsingin er svo ævintýralega leiðinleg. Og var víst ekki einu sinni satt. Þetta er dæmigerð auglýsing frá drýldnu stórfyrirtæki: löng, búraleg og óhemju dýr. Það er í sjálfu sér geysileg bjartsýni hjá auglýsingagerðarmönnunum að ímynda sér æsilegan blaðamannafund sem hefði að geyma óvænt tíðindi um verðlagningu símaþjónustu á Íslandi því að í þeim efnum er ævinlega bara ein frétt: þetta hækkar. Meðal annars til að standa straum af svona auglýsingum. Og þó er þessi langa auglýsing beinlínis góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna í samanburði við fruntaskapinn sem Síminn lætur sér sæma að bjóða okkur upp á í útvarpi í tíma og ótíma, rétt eins og enn sé árið 2006 og allir að farast úr frekju. Þá þarf sá fíni þjóðlesari Guðni Kolbeinsson að lesa upp ímyndaða sjónvarpsdagskrá með öllu því efni sem þröngsýnir strákar á auglýsingastofu geta ímyndað sér að sé leiðinlegt áður en sá lestur er snarlega rofinn og okkur tilkynnt af rogginni röddu að leiðinlegt sé að horfa á leiðinlegt sjónvarp en hins vegar bjóði Síminn upp á Skjá-bíó. Þar sem við getum horft á amerískar bíómyndir. Þegar hlustað er eftir tilskipunum Símans um það hvað sé leiðinlegt má heyra að það eigi við um allt sem ekki sé amerísk bíómynd. Grænlensk mynd, ha ha ha. Norsk mynd ha ha ha. Mynd um afrískan strák HA HA HA. Síminn gjörir heyrinkunnugt að okkur beri að leiðast allt slíkt - okkur beri að horfa á Batman. Þar sem listrænn hátindur felst í nýrri útfærslu á þeim endalausa bílaeltingaleik sem amerískar bíómyndir hafa nú verið yfir þrjátíu ár. Um að gera að horfa á slíkt fram að átján ára aldri, og síðan af og til. Eftir það fer samt flesta að langa að fá meiri fregnir af mannlífinu og innsýn í sálirnar, jafnvel eitthvað til að spegla sitt eigið hlutskipti. Slíkt fáum við ekki síst með því að horfa á efni sem búið er til í skringilegum og fjarlægum löndum á borð við Grænland og Noreg - já og Ísland.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun