Eins flokks ríki Jón Kaldal skrifar 16. febrúar 2009 06:00 Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak. Báðir eru yfirlýstir sjálfstæðismenn og töldu sig augsýnilega ekki njóta óskoraðs umboðs og trausts eftir að flokkur þeirra hvarf úr ríkisstjórn. Þetta kemur skýrt fram í sameiginlegu afsagnarbréfi þeirra til fjármálaráðherra og þar stendur líka að brotthvarf þeirra sé með hagsmuni bankanna í huga. Þrátt fyrir þessar afdráttarlausu yfirlýsingar Magnúsar og Vals hafa menn af báðum vængjum stjórnmálanna viljað lesa eitthvað allt annað út úr þeim. Hægra megin hafa sprottið fram ásakanir um pólitískar hreinsanir nýrrar ríkisstjórnar. Vinstra megin er kenningin sú að afsagnirnar séu hluti af tilraunum sjálfstæðismanna til að trufla uppbyggingarstarfið og skapa sér stöðu til að gagnrýna þær aðgerðir bankanna sem eru fram undan. Báðar kenningar gera lítið úr heilindum Magnúsar og Vals, sem eru annálaðir sómamenn. Þeir hafa starfað með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka í bankaráðunum og er umtalað að þar hafa ekki ráðið för önnur sjónarmið en hagsmunir viðkomandi banka. Engin ástæða er þó til að efast um að flokksskírteini Magnúsar og Vals hafi vegið þungt þegar þeir voru fengnir til að taka að sér formennsku í bankaráðunum síðastliðið haust. Ein helsta arfleifð átján ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins er að hann hefur komið sínu fólki rækilega vel fyrir í hinu opinbera kerfi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, fangaði þann veruleika ágætlega í viðtali við netmiðilinn Nei í síðustu viku: „Á Íslandi er vald sterks pólitísks framkvæmdarvalds gríðarlega samtvinnað stofnunum og atvinnulífi. Þetta sjáum við einfaldlega á þeim ósköpum sem fóru í gang þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti allt í einu völdin. Það er uppnám í öllu kerfinu hjá þeim því þeir eru hluti af risavöxnu neti embættismanna-, stofnana- og fjármálavalds sem nú hefur misst einn þáttinn fyrir borð, sem er ríkisstjórnin." Þessi sýn er síður en svo bundin við þá sem eru á öndverðum meiði við Sjálfstæðisflokkinn á stjórnmálasviðinu. Sá gamli íhaldsmaður Sigurður Líndal var á svipuðum slóðum og Steingrímur í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á dögunum. Þar velti Sigurður meðal annars upp þeirri spurningu hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri „horfinn frá þeirri stefnu að takmarka miðstjórnarvald ríkisins?" Benti hann á að fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað seilst til áhrifa innan dómsvaldsins. Máli sínu til stuðnings nefndi hann skipun hæstaréttardómara 2003 og 2004, og skipun héraðsdómara 20. desember 2007. Í öllum tilfellum voru sérstakir flokkshestar Sjálfstæðisflokksins skipaðir þvert á álit umsagnaraðila. Blaðamaður Lundúnablaðsins Times, Roger Boyes, líkir taki Sjálfstæðisflokksins á stjórnkerfinu við þá stöðu sem Pólland var í þegar kommúnistaflokkurinn fór frá völdum. Í grein sem hann skrifaði í netútgáfu blaðsins í janúar segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað Íslandi áratugum saman eins og það væri eins flokks ríki. „Það verður að breytast" var dómur hans. Full ástæða er að ætla að heiðursmennirnir Magnús Gunnarsson og Valur Valsson hafi kosið að segja stöðum sínum lausum af þeirri einföldu ástæðu að þeir gera sér grein fyrir að það þarf að hleypa öðrum líka að. Mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak. Báðir eru yfirlýstir sjálfstæðismenn og töldu sig augsýnilega ekki njóta óskoraðs umboðs og trausts eftir að flokkur þeirra hvarf úr ríkisstjórn. Þetta kemur skýrt fram í sameiginlegu afsagnarbréfi þeirra til fjármálaráðherra og þar stendur líka að brotthvarf þeirra sé með hagsmuni bankanna í huga. Þrátt fyrir þessar afdráttarlausu yfirlýsingar Magnúsar og Vals hafa menn af báðum vængjum stjórnmálanna viljað lesa eitthvað allt annað út úr þeim. Hægra megin hafa sprottið fram ásakanir um pólitískar hreinsanir nýrrar ríkisstjórnar. Vinstra megin er kenningin sú að afsagnirnar séu hluti af tilraunum sjálfstæðismanna til að trufla uppbyggingarstarfið og skapa sér stöðu til að gagnrýna þær aðgerðir bankanna sem eru fram undan. Báðar kenningar gera lítið úr heilindum Magnúsar og Vals, sem eru annálaðir sómamenn. Þeir hafa starfað með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka í bankaráðunum og er umtalað að þar hafa ekki ráðið för önnur sjónarmið en hagsmunir viðkomandi banka. Engin ástæða er þó til að efast um að flokksskírteini Magnúsar og Vals hafi vegið þungt þegar þeir voru fengnir til að taka að sér formennsku í bankaráðunum síðastliðið haust. Ein helsta arfleifð átján ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins er að hann hefur komið sínu fólki rækilega vel fyrir í hinu opinbera kerfi. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, fangaði þann veruleika ágætlega í viðtali við netmiðilinn Nei í síðustu viku: „Á Íslandi er vald sterks pólitísks framkvæmdarvalds gríðarlega samtvinnað stofnunum og atvinnulífi. Þetta sjáum við einfaldlega á þeim ósköpum sem fóru í gang þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti allt í einu völdin. Það er uppnám í öllu kerfinu hjá þeim því þeir eru hluti af risavöxnu neti embættismanna-, stofnana- og fjármálavalds sem nú hefur misst einn þáttinn fyrir borð, sem er ríkisstjórnin." Þessi sýn er síður en svo bundin við þá sem eru á öndverðum meiði við Sjálfstæðisflokkinn á stjórnmálasviðinu. Sá gamli íhaldsmaður Sigurður Líndal var á svipuðum slóðum og Steingrímur í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á dögunum. Þar velti Sigurður meðal annars upp þeirri spurningu hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri „horfinn frá þeirri stefnu að takmarka miðstjórnarvald ríkisins?" Benti hann á að fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað seilst til áhrifa innan dómsvaldsins. Máli sínu til stuðnings nefndi hann skipun hæstaréttardómara 2003 og 2004, og skipun héraðsdómara 20. desember 2007. Í öllum tilfellum voru sérstakir flokkshestar Sjálfstæðisflokksins skipaðir þvert á álit umsagnaraðila. Blaðamaður Lundúnablaðsins Times, Roger Boyes, líkir taki Sjálfstæðisflokksins á stjórnkerfinu við þá stöðu sem Pólland var í þegar kommúnistaflokkurinn fór frá völdum. Í grein sem hann skrifaði í netútgáfu blaðsins í janúar segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað Íslandi áratugum saman eins og það væri eins flokks ríki. „Það verður að breytast" var dómur hans. Full ástæða er að ætla að heiðursmennirnir Magnús Gunnarsson og Valur Valsson hafi kosið að segja stöðum sínum lausum af þeirri einföldu ástæðu að þeir gera sér grein fyrir að það þarf að hleypa öðrum líka að. Mættu fleiri taka sér þá til fyrirmyndar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun