Lífið

Hátindar frá Insol

insol Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda.
insol Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda.

Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda. Um hálfgerða safnplötu er að ræða með bestu lögum Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gefa plötuna út. Henni er lýst sem sundurleitri en þó heildrænni, einlægri, fyndinni og fallegri frá manni sem þorir að vera hann sjálfur.

Íslenskir tónlistarmenn ættu að kannast vel við Insol, enda hefur hann vakið athygli fyrir einlæg lög og texta. Hátindar hefur að geyma átján lög, þar á meðal Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?, Blóm, friður og ást, Stelpur vil ég stórar og Jafnréttið er eina svarið. Platan mun fást á örfáum stöðum í miðbæ Reykjavíkur sem og á Akureyri. Hún verður einnig fáanleg á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.