Lífið

Rokkuð og pungsveitt próflok

Hljómsveitin Jeff Who? Spilar í kvöld.
Hljómsveitin Jeff Who? Spilar í kvöld.

Í kvöld halda þrjár rokksveitir pungsveitta próflokatónleika í Batteríinu. Þetta eru sveitirnar Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who? Strákarnir í Cliff Clavin eru frá Garðabæ og leggja nú lokahönd á sína fyrstu breiðskífu. Lagið Midnight Getaways hefur fengið góða spilun á öldum ljósvakans að undanförnu.

Eyjapeyjarnir í Foreign Monkeys gáfu út frumraun sína á árinu, plötuna Pi, sem fékk ágætis dóma. Sveitin var dugleg við tónleikahald í sumar en er nú að rísa úr stuttum dvala.

Jeff Who? þarf vart að kynna, en bandið hefur átt miklum vinsældum að fagna með mörgum hressandi rokkslögurum. Um þessar mundir er Baddi söngvari að gefa út sólóplötu, en bandið snertir varla á því efni. Húsið verður opnað kl. 23 og leikar hefjast um miðnætti. Þúsund kall kostar inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.