Lífið

Eltihrellir ákærður

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að áreita leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Garner. Ákæran kemur í kjölfar þess að eltihrellirinn, Steven Burky, mætti á leikskóla dóttur þeirra í Los Angels í byrjun vikunar en undanfarin ár hefur hann elt Jennifer um Bandaríkin og ítrekað sent henni pakka og bréf með óviðeigandi skilaboðum.

Jennifer kærði Steven í nóvember í fyrr og fékk hann dæmdan í nálgunarbann. Hún sagðist óttast um líf sitt og dóttur sinnar vegna ógnvekjandi hegðunar hans. Það bann braut hann með því að mæta á leikskólann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.