Lífið

Karlakór á þeysireið um Vestfirði

Myndin er fengin af vef karlakórsins, vestri.is
Myndin er fengin af vef karlakórsins, vestri.is
Karlakórinn Vestri, sem formlega var stofnaður í fyrravor við athöfn á Látrabjargi, er á þeysireið um sunnanverða Vestfirði í dag til að syngja fyrir sem flesta íbúa svæðisins.

Klukkan hálfeitt verða kórfélagar á Bíldudal á veitingastaðnum Vegamótum. Klukkan hálftvö syngja þeir á Tálknafirði í versluninni Vesturkaup og milli klukkan þrjú og sex syngja þeir á fjórum stöðum Patreksfirði, þar á meðal á sjúkrahúsinu. Heimsókn kórfélaga er innlegg þeirra í jólahaldið á suðursvæði Vestfjarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.