Heiðurslaun Þráins vefjast fyrir Borgurum 28. apríl 2009 06:00 Mynd/GVA „Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin)," skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). Þegar kosningaúrslit lágu fyrir tóku stuðningsmenn xO að rita hamingjóskir á póstlista samtakanna, einkum til þeirra sem hrepptu þingsæti, þeirra Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og Þráins Bertelssonar. Hins vegar tóku menn fljótlega að ræða hversu óþægilegt væri fyrir hreyfinguna að eiga þá umræðu yfir höfði sér að Þráinn þægi hátt í 200 þúsund krónur á mánuði fyrir það eitt að vera á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. „Tek undir með Heiðu „practiserum það sem við predikerum" var stöðugt í umræðutorfi um laun Þráins síðustu dagana fyrir kostningar, hvar sem ég var að halda merkjum okkar á lofti og var sammála fólki um trúverðugleika okkar þegar þessi laun voru rædd," ritar Mummi í Götusmiðjunni. En Þráinn tekur öllum slíkum hugmyndum afar illa. Fréttablaðið hafði áður greint frá þessu en þá líkti Þráinn heiðurslaununum við Ólympíugull og hefur einnig sagt að þau séu nokkuð sem hann er fyrir löngu búinn að vinna sér inn fyrir. Þessi afgerandi ummæli Þráins eru í nokkurri mótsögn við það sem hann sagði í kosningasjónvarpi RÚV, hjá Agli Helgasyni, að hann ætlaði að leita upplýsinga um fordæmi hjá starfsmönnum Alþingis. Eftir því sem næst verður komist eru engin fordæmi um að heiðurslaunaþegi hafi tekið sæti á þingi.- jbg Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
„Ágæti Mummi (sem ég reyndar var svo óheppinn að sjá aldrei í kosningabaráttunni), Heiða og þið öll. Við skulum sameiginlega hafa eitt á hreinu. Hvort sem ég kemst á þing (vegna útstrikana) eða ekki mun ég ALDREI AFSALA mér heiðurslaunum Alþingis, alveg sama hversu mikil fáfræði ríkir um tilkomu þeirra og eðli (þau eiga ekkert skylt við kúlulán eða prófkjörsstyrki og eru ekki óheiðar-lega fengin)," skrifar Þráinn Bertelsson á póstlista Borgarahreyfingarinnar (xO). Þegar kosningaúrslit lágu fyrir tóku stuðningsmenn xO að rita hamingjóskir á póstlista samtakanna, einkum til þeirra sem hrepptu þingsæti, þeirra Þórs Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margrétar Tryggvadóttur og Þráins Bertelssonar. Hins vegar tóku menn fljótlega að ræða hversu óþægilegt væri fyrir hreyfinguna að eiga þá umræðu yfir höfði sér að Þráinn þægi hátt í 200 þúsund krónur á mánuði fyrir það eitt að vera á lista yfir þá sem þiggja heiðurslaun listamanna. „Tek undir með Heiðu „practiserum það sem við predikerum" var stöðugt í umræðutorfi um laun Þráins síðustu dagana fyrir kostningar, hvar sem ég var að halda merkjum okkar á lofti og var sammála fólki um trúverðugleika okkar þegar þessi laun voru rædd," ritar Mummi í Götusmiðjunni. En Þráinn tekur öllum slíkum hugmyndum afar illa. Fréttablaðið hafði áður greint frá þessu en þá líkti Þráinn heiðurslaununum við Ólympíugull og hefur einnig sagt að þau séu nokkuð sem hann er fyrir löngu búinn að vinna sér inn fyrir. Þessi afgerandi ummæli Þráins eru í nokkurri mótsögn við það sem hann sagði í kosningasjónvarpi RÚV, hjá Agli Helgasyni, að hann ætlaði að leita upplýsinga um fordæmi hjá starfsmönnum Alþingis. Eftir því sem næst verður komist eru engin fordæmi um að heiðurslaunaþegi hafi tekið sæti á þingi.- jbg
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira