Viðskipti innlent

Hefði viljað sjá meiri lækkun

Steingrímur  J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Mynd/Pjetur

„Mér finnst Seðlabankinn gerast frekar djarfari en hitt miðað við það sem á undan er gengið. Ég fagna því þó ég hefði ekki haft á móti því að sjá enn stærri skref tekinn," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent.

Steingrímur segir þörfina vera mikla en það sé Seðlabankans að meta hversu stór skref hann telji ráðlagt að taka hverju sinni. 

Ákvörðun bankans er verulegur áfangi, að mati Steingríms. „Seðlabankinn er með þessu að sína mikinn skilning fyrir þörfinni á vaxtalækkun og vonandi verður áframhald á og við sjáum frekari þróun á næstu mánuðum. Ef þessu myndi fylgja að innlánsvextir innistæða í Seðlabankanum lækkuðu líka þá ætti vaxtastigið í landinu að geta komið myndarlega niður.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×