House of Fraser hyggur á útrás frá Bretlandi 15. september 2009 11:03 Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breska tískuverslunarkeðjan House of Fraser (HoF)hyggur nú á útrás frá Bretlandi og er að skipuleggja opnanir á nýjum verslunum í öðrum löndum. Samkvæmt frétt um málið í Retailweek er unnið að þessu samkvæmt þriggja ára áætlun sem eigandi HoF, Highland Group, hefur sett saman. House of Fraser er að stórum hluta í eigu Landsbankans og Glitnis og þar af heldur skilanefnd Landsbankans um tæplega 35% hlut í keðjunni í gegnum Highland Group. HoF skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða tæpum 11 milljónum punda fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Þetta er 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr. Í frétt Retailweek segir John King forstjóri Highland Group að þeir eigi nú í viðræðum við tvo áhugasama aðila um að flytja vörumerkið Westfield London til annarra landa. King vildi hinsvegar ekki segja til um hvað lönd væri að ræða. Það hefur áður komið fram hjá stjórnarformanninum, Don McCarthy, að Miðausturlönd væru það svæði sem gætu verið ákjósanleg fyrir keðjuna. Þá kemur fram í fréttinni að ætlunin sé að opna netverslun HoF á 65 mörkuðum í nóvember n.k. Ennfremur er það áréttað að íslensku eigendurnir að Highland Group muni ekki selja hluti sína fyrr en gott verð fáist fyrir þá.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira