Lífið

Eivör með tónleika

Færeyska söngkonan verður með tónleika í Rammagerðinni á sunnudaginn.fréttablaðið/anton
Færeyska söngkonan verður með tónleika í Rammagerðinni á sunnudaginn.fréttablaðið/anton
Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir heldur tónleika í Rammagerðinni á sunnudaginn klukkan 15. Tónleikarnir eru kærkomin sárabót fyrir þá sem náðu ekki að tryggja sér miða á tvenna, uppselda tónleika Eivarar sem verða í Fríkirkjunni um helgina. Eivör er nýbúinn að senda frá sér tónleikaplötu sem heitir Live. Hún inniheldur upptökur frá árunum 2005 til 2009 frá tónleikum í Færeyjum, Íslandi, Japan, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Einnig er stutt síðan hún spilaði á hinni virtu heimstónlistarhátíð Vomex.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.