Lífið

Slasaðist í árekstri

Rúta hljómsveitarinnar Weezer ók út af í hálku.
Rúta hljómsveitarinnar Weezer ók út af í hálku.
Söngvari hljómsveitarinnar Weezer, Richard Cuomo, slasaðist nokkuð eftir að rúta hljómsveitarinnar rann til á hálkubletti og endaði ofan í skurði. Söngvarinn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann hafði kvartað undan verkjum í brjósti og rifbeinum. Eiginkona hans og tveggja ára dóttir voru einnig farþegar í rútunni en sluppu báðar ómeiddar. Hljómsveitin var á leið heim til New York eftir að hafa komið fram á hljómleikum í Toronto í Kanada.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.