Vindmyllustyrkir ESB runnu í vasa mafíunnar á Sikiley 5. maí 2009 15:24 Lögregluyfirvöld á Sikiley standa nú fyrir umfangsmikilli rannsókn á vindorkugeira eyjarinnar en talið er að vindmyllustyrkir frá Evrópubandalaginu hafi runnið í vasa mafíunnar á eyjunni í gegnum spillta embættis- og stjórnmálamenn. Samkvæmt umfjöllun um málið í Financial Times er um háar upphæðir að ræða. Umræddir styrkir voru veittir til að byggja vindmyllurnar á sérstökum vindmyllujörðum og námu þeir rúmlega 30.000 kr. á hverja kílówattstund sem hver vindmylla gaf af sér. Eftir að búið var að setja vindmyllurnar upp voru jarðirnar síðan seldar til orkufyrirtækja. Sá sem stjórnar rannsókninni Roberto Scarpinato er vanur rannsóknum á starfsemi mafíunnar. Hann segir í samtali við FT að rannsóknin beinist að þremur stórum svæða á Sikiley, þar á meðal Palermo og Trapani. Rannsókn sem fór fram í febrúar s.l. í Trapani leiddi í ljós tengsl embættis- og stjórnmálamanna við mafíufjölskyldu héraðsins sem bauð þeim atkvæði og fé í skiptum fyrir réttindi til að byggja vindmyllur. Fjölskyldan tengist svo aftur mafíuforingjanum Metteo Messina „Diabolik" Denaro en hann er ofarlega á lista ítölsku lögreglunnar yfir eftirlýsta glæpamenn. Meðan á rannsókninni stendur hafa yfirvöld á Sikiley sem og í héruðunum Calabria og Basilicata á meginlandinu stöðvað allar nýbyggingar á vindmyllum. Bæði vegna glæpastarfseminnar í kringum þær sem og óljóst eignarhald á framkvæmdunum. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Sikiley standa nú fyrir umfangsmikilli rannsókn á vindorkugeira eyjarinnar en talið er að vindmyllustyrkir frá Evrópubandalaginu hafi runnið í vasa mafíunnar á eyjunni í gegnum spillta embættis- og stjórnmálamenn. Samkvæmt umfjöllun um málið í Financial Times er um háar upphæðir að ræða. Umræddir styrkir voru veittir til að byggja vindmyllurnar á sérstökum vindmyllujörðum og námu þeir rúmlega 30.000 kr. á hverja kílówattstund sem hver vindmylla gaf af sér. Eftir að búið var að setja vindmyllurnar upp voru jarðirnar síðan seldar til orkufyrirtækja. Sá sem stjórnar rannsókninni Roberto Scarpinato er vanur rannsóknum á starfsemi mafíunnar. Hann segir í samtali við FT að rannsóknin beinist að þremur stórum svæða á Sikiley, þar á meðal Palermo og Trapani. Rannsókn sem fór fram í febrúar s.l. í Trapani leiddi í ljós tengsl embættis- og stjórnmálamanna við mafíufjölskyldu héraðsins sem bauð þeim atkvæði og fé í skiptum fyrir réttindi til að byggja vindmyllur. Fjölskyldan tengist svo aftur mafíuforingjanum Metteo Messina „Diabolik" Denaro en hann er ofarlega á lista ítölsku lögreglunnar yfir eftirlýsta glæpamenn. Meðan á rannsókninni stendur hafa yfirvöld á Sikiley sem og í héruðunum Calabria og Basilicata á meginlandinu stöðvað allar nýbyggingar á vindmyllum. Bæði vegna glæpastarfseminnar í kringum þær sem og óljóst eignarhald á framkvæmdunum.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira