Á að breyta? Þorsteinn Pálsson skrifar 15. janúar 2009 05:00 Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni. Í stjórnarráðinu eru tólf ráðuneyti með jafnhárri tölu ráðherra. Á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá setningu neyðarlaganna hafa þrír þeirra tekið hitann og þungann í umræðum gagnvart þjóðinni og einn til viðbótar blandað sér í þær. Það segir ekki að aðrir hafi verið lausir undan oki hrunsins. Á hinn bóginn er það vísbending um að skipulagið rími ekki sem best við verkefnin. Mörg smá ráðuneyti hafa lengi verið augljós stjórnskipulagsgalli. En hann er nú svo blákaldur að ástæða er til að taka á honum. Allir vita sem til þekkja að með átta ráðuneytum væri fjöldi þeirra ríflegur. Það segir sína sögu að á sama tíma og ráðherrum var fjölgað var þjóðhagsstofnun lögð niður. Stjórnarráðið þarf nú að endurskipuleggja miðað við þær þarfir sem endurreisn fjármálkerfisins og hagstjórnarinnar kallar á. Stjórnskipulagið hefur eftir norrænni hefð byggst á svokallaðri þingræðisreglu. Hún felur það eitt í sér að framkvæmdavaldið verður að njóta trausts meirihluta löggjafarvaldsins. Meirihluti þingsins leggur í raun réttri framkvæmdavaldið undir sig. Ýmsum finnst á hinn bóginn að alvarleg slagsíða sé komin á þinghlið skipulagsins. Réttara væri að segja að það hallaði á stjórnarandstöðuna og möguleika hennar til aðhalds og eftirlits. Sú gagnrýni er um margt réttmæt. Forseti Alþingis hefur þegar komið ýmsum umbótum til framkvæmda og lýst hugmyndum um frekari breytingar til að styrkja Alþingi. Það eru eftirtektarverð skref í rétt átt. Reyndar eru þau eina raunhæfa andsvarði af stjórnvalda hálfu við þessari gagnrýni enn sem komið er. En allt um það er ástæða til að vega og meta kosti og galla þingræðisskipulagsins annars vegar og aðskilnaðar hins vegar án þess að hrapa að niðurstöðum. Aðskilnaðurinn fæli í sér að framkvæmdavaldið yrði kosið sérstaklega og fengi umboð sitt beint frá þjóðinni en ekki Alþingi. Af slíku kerfi leiðir betra jafnvægi milli valdþátta og meiri dreifing valds. Að því leyti má halda fram að kerfisbreyting af því tagi væri til þess fallin að byggja upp traust á ný. Helsti ágallinn er sá að þær aðstæður geta komið upp að stjórnkerfið verði ekki eins skilvirkt og æskilegt er talið. Framgangur mála ræðst þá af samkomulagi milli þings og ríkisstjórnar. Á móti kemur að í kerfi samsteypustjórna býr langvarandi samningaþóf í stjórnarráðinu oft og tíðum að baki nýrri löggjöf. Í aðskildu kerfi færu pólitískir samningar um framgang mála meir úr lokuðum herbergjum stjórnarráðsins í opnari farveg milli þings og ríkisstjórnar. Aðskilnaður gæti hugsanlega gert endurskipulagningu stjórnarráðsins auðveldari en ella. Fjöldi ráðherrastóla eru nú svo ríkur þáttur í stuðningi við ríkisstjórn á hverjum tíma að breytingar að óbreyttu kerfi verða erfiðar. Hinu mega menn ekki gleyma að kerfisbreytingar upphefja ekki mannlegan breyskleika. Það er lifandi viðfangsefni hvers tíma að gefa þeim gildum svigrúm sem mikilvægust eru í mannlegum samskiptum jafnt í stjórnkerfinu sem annars staðar. En tíminn sem við lifum er tilefni til umhugsunar um þessi efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni. Í stjórnarráðinu eru tólf ráðuneyti með jafnhárri tölu ráðherra. Á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá setningu neyðarlaganna hafa þrír þeirra tekið hitann og þungann í umræðum gagnvart þjóðinni og einn til viðbótar blandað sér í þær. Það segir ekki að aðrir hafi verið lausir undan oki hrunsins. Á hinn bóginn er það vísbending um að skipulagið rími ekki sem best við verkefnin. Mörg smá ráðuneyti hafa lengi verið augljós stjórnskipulagsgalli. En hann er nú svo blákaldur að ástæða er til að taka á honum. Allir vita sem til þekkja að með átta ráðuneytum væri fjöldi þeirra ríflegur. Það segir sína sögu að á sama tíma og ráðherrum var fjölgað var þjóðhagsstofnun lögð niður. Stjórnarráðið þarf nú að endurskipuleggja miðað við þær þarfir sem endurreisn fjármálkerfisins og hagstjórnarinnar kallar á. Stjórnskipulagið hefur eftir norrænni hefð byggst á svokallaðri þingræðisreglu. Hún felur það eitt í sér að framkvæmdavaldið verður að njóta trausts meirihluta löggjafarvaldsins. Meirihluti þingsins leggur í raun réttri framkvæmdavaldið undir sig. Ýmsum finnst á hinn bóginn að alvarleg slagsíða sé komin á þinghlið skipulagsins. Réttara væri að segja að það hallaði á stjórnarandstöðuna og möguleika hennar til aðhalds og eftirlits. Sú gagnrýni er um margt réttmæt. Forseti Alþingis hefur þegar komið ýmsum umbótum til framkvæmda og lýst hugmyndum um frekari breytingar til að styrkja Alþingi. Það eru eftirtektarverð skref í rétt átt. Reyndar eru þau eina raunhæfa andsvarði af stjórnvalda hálfu við þessari gagnrýni enn sem komið er. En allt um það er ástæða til að vega og meta kosti og galla þingræðisskipulagsins annars vegar og aðskilnaðar hins vegar án þess að hrapa að niðurstöðum. Aðskilnaðurinn fæli í sér að framkvæmdavaldið yrði kosið sérstaklega og fengi umboð sitt beint frá þjóðinni en ekki Alþingi. Af slíku kerfi leiðir betra jafnvægi milli valdþátta og meiri dreifing valds. Að því leyti má halda fram að kerfisbreyting af því tagi væri til þess fallin að byggja upp traust á ný. Helsti ágallinn er sá að þær aðstæður geta komið upp að stjórnkerfið verði ekki eins skilvirkt og æskilegt er talið. Framgangur mála ræðst þá af samkomulagi milli þings og ríkisstjórnar. Á móti kemur að í kerfi samsteypustjórna býr langvarandi samningaþóf í stjórnarráðinu oft og tíðum að baki nýrri löggjöf. Í aðskildu kerfi færu pólitískir samningar um framgang mála meir úr lokuðum herbergjum stjórnarráðsins í opnari farveg milli þings og ríkisstjórnar. Aðskilnaður gæti hugsanlega gert endurskipulagningu stjórnarráðsins auðveldari en ella. Fjöldi ráðherrastóla eru nú svo ríkur þáttur í stuðningi við ríkisstjórn á hverjum tíma að breytingar að óbreyttu kerfi verða erfiðar. Hinu mega menn ekki gleyma að kerfisbreytingar upphefja ekki mannlegan breyskleika. Það er lifandi viðfangsefni hvers tíma að gefa þeim gildum svigrúm sem mikilvægust eru í mannlegum samskiptum jafnt í stjórnkerfinu sem annars staðar. En tíminn sem við lifum er tilefni til umhugsunar um þessi efni.