Alíslenskt undanúrslitakvöld Dr. Gunni skrifar 15. janúar 2009 06:00 Eurobandið var framlag Íslands í fyrra. Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf. Eurovision Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf.
Eurovision Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira