Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Að líta á björtu hliðarnar 30. desember 2009 06:00 Það er einkenni á öllum uppsveiflum að fólk hneigist til of mikillar bjartsýni og veitir aðeins jákvæðum fréttum athygli en þeim neikvæðu er ýtt til hliðar. Af þeim sökum hleypur fólk oft fram úr sér á þenslutímum. Öfgarnar eru síðan endurteknar í hina áttina þegar niðursveifla ríkir og neikvæðnin skyggir á allar góðar fréttir. Nú virðist það runnið upp fyrir þjóðinni að hún hafi gerst sek um ofurbjartsýni á góðæristímunum en þá jafnframt virðist sem mistökin ætli að verða endurtekin í hina áttina með ofursvartsýni sem lítur framhjá þeim góðu fréttum sem hafa verið að koma fram undanfarna mánuði. Rétt eins og lítill hljómgrunnur var fyrir úrtöluröddum á uppgangstímum, þurfa þeir sem benda á björtu hliðarnar nú að þola háðsglósur. Margar góðar frÉttirSatt er að Ísland er í slæmri stöðu við bankahrunið. Samt sem áður er staðreyndin sú að nær öll tíðindi af efnahagsmálum hafa verið jákvæð sem borist hafa á síðari helmingi ársins 2009. Fyrst má telja að niðursveiflan í hagkerfinu verður töluvert grynnri en óttast hafði verið og grænir sprotar í útflutningi sjást víða. Þá hefur tekist að einhverju leyti að ná sáttum við alþjóðafjármálaumhverfið með yfirtöku kröfuhafa á tveimur af þremur viðskiptabankanna. Það sem skiptir þó mestu er að neyðarlögin (frá október 2008) virðast ætla að halda ef marka má bráðabirgðamat ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem gefið var út í byrjun desember. Neyðarlögin voru sá hornsteinn sem var lagður fyrir lausn fjármálakreppunnar hérlendis og endurreisn fjármálakerfisins – og hann virðist ætla að halda. Það er hins vegar tímanna tákn að þessi frétt fékk litla sem enga athygli í íslenskum fjölmiðlum. Kreppan leyst erlendisSvo virðist einnig sem Ísland muni ekki koma landa verst út úr hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Krísan sú arna var „leyst“ ytra með því að lækka vexti að núlli og prenta peninga í gríðarlegum mæli. Hinum raunverulega vanda hefur því verið sópað undir teppið – a.m.k. einhverju leyti – þar sem bankastofnanir beggja vegna Atlantshafs sitja enn með ónýt en óafskrifuð lán á bókum sínum. Björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði hafa einnig kostað sitt fyrir ríkissjóði þessara landa en þær hafa falist í því að ríkisvæða hluta af skuldum bankakerfisins með því þjóðnýta banka, kaupa lélegar bankaeignir og samþykkja vafasöm veð í endurlánaviðskiptum. Þessi kostnaður hefur hins vegar ekki enn komið upp á yfirborðið nema í litlum mæli. Sem dæmi mætti nefna að fjárlagahalli Bretlands fyrir árið 2009 er nú áætlaður um þrettán prósent af landsframleiðslu og hann hefur nær eingöngu verið fjármagnaður með peningaprentun – það er uppkaupum breska seðlabankans á ríkisskuldabréfum. Krónan lág í áratugÍsland þarf vitaskuld að kljást við mörg vandamál. Framtíðarhagvöxtur felst fyrst og fremst í útflutningi en það tekur tíma að byggja þær greinar upp. Á næstu árum er fyrirséð að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er ekki nægjanleg til þess að standa undir afborgunum erlendra skulda, vaxta og kaupum á þeim innflutningi sem þjóðin þarfnast. Af þeim sökum verður gengi krónunnar að vera áfram lágt til næstu fimm til tíu ára. Höfuðmálið er samt sem áður að ná trausti erlendra fjármálamarkaða á nýjan leik og í því efni hefur töluvert áunnist. Hvað sem um íslenska fjármálakerfið má segja eftir hrun er ljóst að afskriftirnar hafa verið teknar og nú er mjög langt komið að ganga frá uppgjöri eftir fjármálabóluna. Það er mun meira en flest önnur Evrópulönd geta státað af en mikilvægi þeirrar staðreyndar mun líklega verða sýnilegt fyrr en síðar þegar lengur er liðið frá hruninu. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það er einkenni á öllum uppsveiflum að fólk hneigist til of mikillar bjartsýni og veitir aðeins jákvæðum fréttum athygli en þeim neikvæðu er ýtt til hliðar. Af þeim sökum hleypur fólk oft fram úr sér á þenslutímum. Öfgarnar eru síðan endurteknar í hina áttina þegar niðursveifla ríkir og neikvæðnin skyggir á allar góðar fréttir. Nú virðist það runnið upp fyrir þjóðinni að hún hafi gerst sek um ofurbjartsýni á góðæristímunum en þá jafnframt virðist sem mistökin ætli að verða endurtekin í hina áttina með ofursvartsýni sem lítur framhjá þeim góðu fréttum sem hafa verið að koma fram undanfarna mánuði. Rétt eins og lítill hljómgrunnur var fyrir úrtöluröddum á uppgangstímum, þurfa þeir sem benda á björtu hliðarnar nú að þola háðsglósur. Margar góðar frÉttirSatt er að Ísland er í slæmri stöðu við bankahrunið. Samt sem áður er staðreyndin sú að nær öll tíðindi af efnahagsmálum hafa verið jákvæð sem borist hafa á síðari helmingi ársins 2009. Fyrst má telja að niðursveiflan í hagkerfinu verður töluvert grynnri en óttast hafði verið og grænir sprotar í útflutningi sjást víða. Þá hefur tekist að einhverju leyti að ná sáttum við alþjóðafjármálaumhverfið með yfirtöku kröfuhafa á tveimur af þremur viðskiptabankanna. Það sem skiptir þó mestu er að neyðarlögin (frá október 2008) virðast ætla að halda ef marka má bráðabirgðamat ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem gefið var út í byrjun desember. Neyðarlögin voru sá hornsteinn sem var lagður fyrir lausn fjármálakreppunnar hérlendis og endurreisn fjármálakerfisins – og hann virðist ætla að halda. Það er hins vegar tímanna tákn að þessi frétt fékk litla sem enga athygli í íslenskum fjölmiðlum. Kreppan leyst erlendisSvo virðist einnig sem Ísland muni ekki koma landa verst út úr hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Krísan sú arna var „leyst“ ytra með því að lækka vexti að núlli og prenta peninga í gríðarlegum mæli. Hinum raunverulega vanda hefur því verið sópað undir teppið – a.m.k. einhverju leyti – þar sem bankastofnanir beggja vegna Atlantshafs sitja enn með ónýt en óafskrifuð lán á bókum sínum. Björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði hafa einnig kostað sitt fyrir ríkissjóði þessara landa en þær hafa falist í því að ríkisvæða hluta af skuldum bankakerfisins með því þjóðnýta banka, kaupa lélegar bankaeignir og samþykkja vafasöm veð í endurlánaviðskiptum. Þessi kostnaður hefur hins vegar ekki enn komið upp á yfirborðið nema í litlum mæli. Sem dæmi mætti nefna að fjárlagahalli Bretlands fyrir árið 2009 er nú áætlaður um þrettán prósent af landsframleiðslu og hann hefur nær eingöngu verið fjármagnaður með peningaprentun – það er uppkaupum breska seðlabankans á ríkisskuldabréfum. Krónan lág í áratugÍsland þarf vitaskuld að kljást við mörg vandamál. Framtíðarhagvöxtur felst fyrst og fremst í útflutningi en það tekur tíma að byggja þær greinar upp. Á næstu árum er fyrirséð að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er ekki nægjanleg til þess að standa undir afborgunum erlendra skulda, vaxta og kaupum á þeim innflutningi sem þjóðin þarfnast. Af þeim sökum verður gengi krónunnar að vera áfram lágt til næstu fimm til tíu ára. Höfuðmálið er samt sem áður að ná trausti erlendra fjármálamarkaða á nýjan leik og í því efni hefur töluvert áunnist. Hvað sem um íslenska fjármálakerfið má segja eftir hrun er ljóst að afskriftirnar hafa verið teknar og nú er mjög langt komið að ganga frá uppgjöri eftir fjármálabóluna. Það er mun meira en flest önnur Evrópulönd geta státað af en mikilvægi þeirrar staðreyndar mun líklega verða sýnilegt fyrr en síðar þegar lengur er liðið frá hruninu.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira