Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað 25. mars 2009 14:37 Brenton Birmingham Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira