Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. júní 2009 00:01 Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag. Ástæðulaust er hins vegar að láta hugfallast. Nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að staðan sé erfið, en um leið er algjör óþarfi að mála hlutina of svörtum litum. Leiðigjörn er orðin sú tilhneiging í umræðunni að úr ótal hornum sé hrópað úlfur, úlfur! Líkt og í sögunni um drenginn sem lét sér leiðast á fjallinnu geta slíkar upphrópanir orðið til þess að raunveruleg hætta fari fram hjá fólki. Þannig er hætt við að hrópin yfirgnæfi þær raddir sem reyna að benda á þá vá sem í því felst fyrir þjóðina að ganga á bak samningum um Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis með því að snúa baki við skuldbindingum varðandi tryggingar á innlánum bankanna. Hér voru gerð ákveðin mistök, bæði af hálfu bankanna sem uxu þjóð sinni yfir höfuð og af hálfu þeirra stofnana sem yfir höfðu að ráða þeim meðölum sem hamlað hefðu getað vexti þeirra og gengið í þær umbætur á almennu rekstrarumhverfi sem dregið hefðu úr hættunni á jafnalvarlegu áfalli. Þar má horfa til þátta eins og skráningar hlutabréfa í erlendri mynd, Evrópusambandsaðildar og upptöku evru í stað krónu. Erlendir sérfræðingar þreitast ekki á að benda á þann mun sem sé á Írlandi og Íslandi. Annað landið búi við stöðugan gjaldeyri og þar standi bankakerfið enn. Hitt ekki. Í nýjasta hefi Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál, fjallar Benedikt Jóhannesson ritstjóri og útgefandi um rætur hrunsins og rekur þær til þeirrar stefnu sem tekin var í fjármálakerfi landsin á árunum 2003 til 2005. Hann rifjar upp að í júní 2005 hafi norski prófessorinn Thore Johansen varað norska fjármálaeftirlitið við miklum fjárfestingum íslenskra banka á Norðurlöndum. Gylfi Magnússon, þá dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (nú viðskiptaráðherra), sagði varnaðarorð Norðmannsins taka mið af því sem gæti í versta falli gerst en væri sennilega ekki spá um það sem koma skal. „Eignamarkaðir væru allir nokkuð þandir og þar á meðal gengi krónunnar. Ef upp kæmi skellur sem drægi úr trausti manna á hagkerfið gæti það leitt af sér keðjuverkun sem ylli því að eignaverð lækkaði sem og gengi krónunnar. Þeir sem hefðu keypt sér eignir fyrir erlent lánsfé gætu þá lent í verulegum vandræðum og það hefði óhjákvæmilega slæm áhrif á hagkerfið allt, þar á meðal fjármálakerfið. „En það er enginn að spá þessu, heldur er þetta möguleiki sem gæti komið upp ef eitthvað mikið bjátar á," sagði Gylfi." Benedikt bendir réttilega á að allt hafi þetta gengið eftir, hvort sem norski prófessorinn hafi ætlað sér að spá því eða ekki. Í Vísbendingu bendir hins vegar Þórólfur Matthíasson prófessor líka á að yfirlýsingar um að hér sé þjóðin bundin á skuldaklafa til framtíðar vegna Icesave-skuldbindinga séu ekki á rökum reistar. Samkvæmt útreikningum hans nemur kostnaðurinn um það bil þeim tekjum sem hafa má af einni virkjun og rúmlega einu álveri næstu sex til átta árin. Fyrstu skrefin í endurskipulagningu í ríkisrekstri hafa verið tekin. Hér eru breið bök og fremur en að láta bugast yfir óréttlæti heimsins sem getið hafi af sér fjármálakreppu og mistökum fyrri ára er nærtækara að samhendast í þau verk sem nauðsynleg eru til að ná þjóðinni úr krísunni. Með það í huga er óhætt að halda hátíðlegan þjóðhátíðardag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag. Ástæðulaust er hins vegar að láta hugfallast. Nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að staðan sé erfið, en um leið er algjör óþarfi að mála hlutina of svörtum litum. Leiðigjörn er orðin sú tilhneiging í umræðunni að úr ótal hornum sé hrópað úlfur, úlfur! Líkt og í sögunni um drenginn sem lét sér leiðast á fjallinnu geta slíkar upphrópanir orðið til þess að raunveruleg hætta fari fram hjá fólki. Þannig er hætt við að hrópin yfirgnæfi þær raddir sem reyna að benda á þá vá sem í því felst fyrir þjóðina að ganga á bak samningum um Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis með því að snúa baki við skuldbindingum varðandi tryggingar á innlánum bankanna. Hér voru gerð ákveðin mistök, bæði af hálfu bankanna sem uxu þjóð sinni yfir höfuð og af hálfu þeirra stofnana sem yfir höfðu að ráða þeim meðölum sem hamlað hefðu getað vexti þeirra og gengið í þær umbætur á almennu rekstrarumhverfi sem dregið hefðu úr hættunni á jafnalvarlegu áfalli. Þar má horfa til þátta eins og skráningar hlutabréfa í erlendri mynd, Evrópusambandsaðildar og upptöku evru í stað krónu. Erlendir sérfræðingar þreitast ekki á að benda á þann mun sem sé á Írlandi og Íslandi. Annað landið búi við stöðugan gjaldeyri og þar standi bankakerfið enn. Hitt ekki. Í nýjasta hefi Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál, fjallar Benedikt Jóhannesson ritstjóri og útgefandi um rætur hrunsins og rekur þær til þeirrar stefnu sem tekin var í fjármálakerfi landsin á árunum 2003 til 2005. Hann rifjar upp að í júní 2005 hafi norski prófessorinn Thore Johansen varað norska fjármálaeftirlitið við miklum fjárfestingum íslenskra banka á Norðurlöndum. Gylfi Magnússon, þá dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands (nú viðskiptaráðherra), sagði varnaðarorð Norðmannsins taka mið af því sem gæti í versta falli gerst en væri sennilega ekki spá um það sem koma skal. „Eignamarkaðir væru allir nokkuð þandir og þar á meðal gengi krónunnar. Ef upp kæmi skellur sem drægi úr trausti manna á hagkerfið gæti það leitt af sér keðjuverkun sem ylli því að eignaverð lækkaði sem og gengi krónunnar. Þeir sem hefðu keypt sér eignir fyrir erlent lánsfé gætu þá lent í verulegum vandræðum og það hefði óhjákvæmilega slæm áhrif á hagkerfið allt, þar á meðal fjármálakerfið. „En það er enginn að spá þessu, heldur er þetta möguleiki sem gæti komið upp ef eitthvað mikið bjátar á," sagði Gylfi." Benedikt bendir réttilega á að allt hafi þetta gengið eftir, hvort sem norski prófessorinn hafi ætlað sér að spá því eða ekki. Í Vísbendingu bendir hins vegar Þórólfur Matthíasson prófessor líka á að yfirlýsingar um að hér sé þjóðin bundin á skuldaklafa til framtíðar vegna Icesave-skuldbindinga séu ekki á rökum reistar. Samkvæmt útreikningum hans nemur kostnaðurinn um það bil þeim tekjum sem hafa má af einni virkjun og rúmlega einu álveri næstu sex til átta árin. Fyrstu skrefin í endurskipulagningu í ríkisrekstri hafa verið tekin. Hér eru breið bök og fremur en að láta bugast yfir óréttlæti heimsins sem getið hafi af sér fjármálakreppu og mistökum fyrri ára er nærtækara að samhendast í þau verk sem nauðsynleg eru til að ná þjóðinni úr krísunni. Með það í huga er óhætt að halda hátíðlegan þjóðhátíðardag.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun