Vísir greindi frá því í gær að hafnaboltamaðurinn Vicente Padilla hefði skotið sjálfan sig í lærið í veiðiferð í Níkaragúa. Í dag kom í ljós að þær fréttir voru stórlega ýktar.
Hann skaut sig alls ekki. Það var kennarinn hans á skotæfingasvæði sem náði þeim merkilega árangri.
Padilla var að æfa sig fyrir veiðiferð ásamt félögum sínum. Hann lenti í vandræðum með byssuna sína sem læstist. Kallaði hann þá á kennarann til aðstoðar.
Kennarinn vissi ekki að það var kúla í hlaupinu og þegar hann reyndi að aflæsa byssunni fór skotið úr hlaupinu, í hendina á kennaranum og þaðan straukst hún við lærið á Padilla.
Ævintýralegt svo ekki sé meira sagt.