Reiður Einar Már í Danmörku 5. nóvember 2009 06:00 Hrósað Einari Má er hrósað í hástert fyrir Hvítu bókina í dönskum fjölmiðlum. Politiken gefur henni fimm stjörnur. Fréttablaðið/Arnþór Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Einar Már er kominn heim úr frægðarför um Danmörk þar sem danskir fjölmiðlar hafa tekið Hvítu bókinni hans opnum örmum. Danskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Bókin fjallar um íslenska efnahagshrunið. Dagblaðið Kristeligt Dagblad birtir flennistórt viðtal við íslenska rithöfundinn undir fyrirsögninni: „Einar er ikke bare skuffet – Einar er vred“, sem myndi útleggjast á hið ylhýra: „Einar er ekki bara vonsvikinn – Einar er reiður“. Í viðtalinu fer rithöfundurinn um víðan völl og segir meðal annars að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og sagt að hann gæti komið á prent hugsunum þeirra. „Ég varð þess vegna einhvers konar búktalari,“ segir Einar. Reiði Einars er sögð skína í gegn á síðum bókarinnar en sjálfur vill rithöfundurinn ekkert kannast við þá tilfinningu í samtali við Fréttablaðið. „Ef þeim finnst ég vera reiður þá er það bara þeirra mat á því. Sjálfur upplifi ég þetta ekki svoleiðis, mér finnst þetta sett fram af mikilli yfirvegun þótt auðvitað séu miklar tilfinningar í spilunum.“ Einar fór í kjölfar útgáfu bókarinnar í nokkur viðtöl, var meðal annars myndaður fyrir framan verslunarmiðstöðina Magasin Du Nord af danskri sjónvarpsstöð af augljósum ástæðum. Hann hélt síðan í mikla upplestrarferð um Vestur-Jótland, heimsótti smábæi og þorp sem fæstir hafa heyrt um og upplifði þar á köflum minnkað ástand af íslenskum veruleika. „Mér var sagt að í sumum smábæjum þorðu bankamenn ekki út úr húsi. Þeir höfðu kannski ráðlagt fólki að leggja ævisparnað sinn í hlutabréfakaup sem síðar meir hrundu í verði.“ Gagnrýnendur danskra fjölmiðla eru allir á einu máli um gæði bókarinnar. Gagnrýnandi Politiken, Poul Pedersen, þykir Hvíta bókin alveg einstaklega vel skrifuð bók og gefur henni fimm stjörnur. Hann lætur þar ekki staðar numið heldur spyr sig hvar danskir rithöfundar séu. Því svo sannarlega ríki líka efnahagsleg krísa heima fyrir. „Eru danskir rithöfundar virkilega svona uppteknir af eigin list að þeir hafa gleymt samfélaginu sem þeir lifa í?“ spyr Pedersen og bætir við: „Hvar er eiginlega reiðin í Danmörku?“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira