Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 22:57 Benedikt var kátur eftir leik í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor." Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor."
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira