Örlítill misskilningur 27. mars 2009 00:01 Manneskjan er hugvitssöm skepna. Svo hugvitssöm reyndar að fréttir af framúrstefnulegum tækninýjungum eru löngu hættar að koma okkur á óvart. Engu síður hrökk ég í kút um daginn þegar rödd á Rás 2 tilkynnti mér að fermingarvélarnar væru komnar í verslanir. „Fermingarvélar“ át ég upp eftir útvarpinu og klóraði mér í höfðinu steinhissa. Hvernig gat þessi uppfinning hafa farið fram hjá mér? Ég minntist þess hvorki að hafa lesið um slíkt tæki né séð fjallað um það í sjónvarpinu. Eftir nánari umhugsun fannst mér þetta þó rökrétt framhald á fermingarbrjálæði þjóðarinnar. Það hafði auðvitað bara verið tímaspursmál hvenær við næðum að vélvæða það eins og annað. Tækinu var ekki lýst neitt sérstaklega í auglýsingunni en ég var ekki lengi að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þetta hlaut að vera einhvers konar klefi, líkastur sturtuklefa eða ljósabekk sem fermingarbarnið træði sér inn í. Síðan væri ýtt á takka og beðið í nokkrar mínútur uns krakkinn kæmi út nýfermdur. Ég ályktaði að fermingarvélin væri hlutur sem stórfjölskyldan kæmi sér saman um að kaupa, nú eða húsfélögin því varla þarf slík græja að vera til á hverju heimili. Þetta hlaut líka að vera rándýrt apparat svo eflaust þyrftu þeir efnaminni enn að sætta sig við gömlu aðferðina, það er að segja þá að ganga til prestsins og mæta í þessa hefðbundnu fermingarathöfn sem við þekkjum svo vel. Áður en ég áttaði mig á misskilningnum var ég farin að velta fyrir mér ýmsum aukabúnaði sem koma mætti fyrir í fermingarvélinni. Það væri til dæmis hentugt ef hún væri brúnkuklefi í leiðinni og svo mætti kannski forrita hana þannig að hún gæti sett gervineglur á fermingarstúlkur og plokkað á þeim augabrúnirnar. Hugsið ykkur hagræðið. Krakkanum er skellt í vélina og kemur ekki aðeins kaffibrúnn út úr henni með nýplokkaðar augabrúnir heldur nýfermdur í þokkabót. Allur sá tími sem áður fór í að sitja á hörðum kirkjubekkjum nýtist síðan í fermingarundirbúninginn sjálfan, baksturinn og skreytingarnar. Það var ekki fyrr en ég fletti blaðinu daginn eftir og sá þessa sömu auglýsingu myndskreytta að ég áttaði mig á misskilningnum. Fermingarvélar eru víst bara ósköp venjulegar fartölvur sem þykja góðar fermingargjafir. Ég dauðskammaðist mín fyrir kjánaskapinn en sé núna að kannski liggja tækifæri í misskilningnum. Er nýsköpun ekki töfraorðið þessa dagana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Manneskjan er hugvitssöm skepna. Svo hugvitssöm reyndar að fréttir af framúrstefnulegum tækninýjungum eru löngu hættar að koma okkur á óvart. Engu síður hrökk ég í kút um daginn þegar rödd á Rás 2 tilkynnti mér að fermingarvélarnar væru komnar í verslanir. „Fermingarvélar“ át ég upp eftir útvarpinu og klóraði mér í höfðinu steinhissa. Hvernig gat þessi uppfinning hafa farið fram hjá mér? Ég minntist þess hvorki að hafa lesið um slíkt tæki né séð fjallað um það í sjónvarpinu. Eftir nánari umhugsun fannst mér þetta þó rökrétt framhald á fermingarbrjálæði þjóðarinnar. Það hafði auðvitað bara verið tímaspursmál hvenær við næðum að vélvæða það eins og annað. Tækinu var ekki lýst neitt sérstaklega í auglýsingunni en ég var ekki lengi að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þetta hlaut að vera einhvers konar klefi, líkastur sturtuklefa eða ljósabekk sem fermingarbarnið træði sér inn í. Síðan væri ýtt á takka og beðið í nokkrar mínútur uns krakkinn kæmi út nýfermdur. Ég ályktaði að fermingarvélin væri hlutur sem stórfjölskyldan kæmi sér saman um að kaupa, nú eða húsfélögin því varla þarf slík græja að vera til á hverju heimili. Þetta hlaut líka að vera rándýrt apparat svo eflaust þyrftu þeir efnaminni enn að sætta sig við gömlu aðferðina, það er að segja þá að ganga til prestsins og mæta í þessa hefðbundnu fermingarathöfn sem við þekkjum svo vel. Áður en ég áttaði mig á misskilningnum var ég farin að velta fyrir mér ýmsum aukabúnaði sem koma mætti fyrir í fermingarvélinni. Það væri til dæmis hentugt ef hún væri brúnkuklefi í leiðinni og svo mætti kannski forrita hana þannig að hún gæti sett gervineglur á fermingarstúlkur og plokkað á þeim augabrúnirnar. Hugsið ykkur hagræðið. Krakkanum er skellt í vélina og kemur ekki aðeins kaffibrúnn út úr henni með nýplokkaðar augabrúnir heldur nýfermdur í þokkabót. Allur sá tími sem áður fór í að sitja á hörðum kirkjubekkjum nýtist síðan í fermingarundirbúninginn sjálfan, baksturinn og skreytingarnar. Það var ekki fyrr en ég fletti blaðinu daginn eftir og sá þessa sömu auglýsingu myndskreytta að ég áttaði mig á misskilningnum. Fermingarvélar eru víst bara ósköp venjulegar fartölvur sem þykja góðar fermingargjafir. Ég dauðskammaðist mín fyrir kjánaskapinn en sé núna að kannski liggja tækifæri í misskilningnum. Er nýsköpun ekki töfraorðið þessa dagana?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun