Nauðsynlegt að bregðast við 3. september 2009 06:30 Mansal er talið þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heiminum, á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Augunum verður ekki lokað fyrir því að mansal viðgengst ekki bara úti í hinum stóra heimi heldur er það blákaldur raunveruleiki hér á Íslandi. Margir vilja þó enn skella við því skollaeyrum þrátt fyrir að fjölmargt fagfólk sem hitt hefur fyrir fórnarlömb mansals í störfum sínum, hafi um árabil reynt að vekja athygli á vandamálinu. Í skýrslu sem Fríða Rós Valdimarsdóttir vann á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er dregin upp mynd af umfangi og eðli mansals á Íslandi. Það er fagnaðarefni að nú skuli slík úttekt liggja fyrir og styður mjög við aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins gegn mansali sem kynnt var fyrr á árinu. Í mansali felst ekki endilega að manneskja sé innilokuð og hlekkjuð. Mansal merkir samkvæmt skilgreiningu aðgerðaráætlunar félagsmálaráðuneytisins „að útvega fólk, flytja það eða færa til, halda því eða taka við því í því skyni að notfæra sér það og það er gert með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung". Í skýrslu Fríðu Rósar eru rakin allmörg dæmi um mansal úr íslenskum veruleika; konur sem seldur hefur verið aðgangur að, hópur kvenna sem vann hér á landi, hafði enga kennitölu og laun fyrir þjónustu kvennanna var greidd til eins og sama aðila sem greiddi konunum eftir dúk og disk og í samræmi við launataxta í upprunalandi þeirra en ekki þá sem hér er miðað við, og konur sem gert er að sjá mönnum sínum fyrir kynlífi þegar þeir óska þess, óháð eigin löngun. Og það eru ekki eingöngu konur sem eru fórnarlömb mansals því dæmi eru um að skilyrði karlmanna sem hingað hafa komið til að vinna í byggingariðnaði hafi einnig flokkast sem mansal. Ísland hefur undirritað tvo fjölþjóðlega samninga sem taka á mansali, Palermó-bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulegri brotastarfsemi frá árinu 2000 og samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali frá árinu 2005. Hvorugur þessara samninga hefur verið fullgiltur vegna þess að í íslensk lög og reglugerðir vantar tiltekin atriði sem nauðsynleg eru til þess að það sé hægt. Þetta er meðal þess sem tekið er á í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins og verði farið að henni á að vera hægt að fullgilda báða samningana á allra næstu árum. Í hinni nýútkomnu skýrslu kemur fram að umfang mansals á Íslandi er verulegt, eða á bilinu 59 til 128 mál á síðustu þremur árum. Þrátt fyrir það hefur aldrei fallið dómur í mansalsmáli hér á landi. Það sýnir með áþreifanlegum hætti hversu hjálparvana íslensk yfirvöld eru gagnvart þessari glæpastarfsemi. Aðgerðaráætlun gegn mansali liggur fyrir og nú greinargóð skýrsla um stöðu mála. Nú er komið að því að bretta upp ermar og nýta þessi góðu gögn til að vinna gegn mansalinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Mansal er talið þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heiminum, á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Augunum verður ekki lokað fyrir því að mansal viðgengst ekki bara úti í hinum stóra heimi heldur er það blákaldur raunveruleiki hér á Íslandi. Margir vilja þó enn skella við því skollaeyrum þrátt fyrir að fjölmargt fagfólk sem hitt hefur fyrir fórnarlömb mansals í störfum sínum, hafi um árabil reynt að vekja athygli á vandamálinu. Í skýrslu sem Fríða Rós Valdimarsdóttir vann á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er dregin upp mynd af umfangi og eðli mansals á Íslandi. Það er fagnaðarefni að nú skuli slík úttekt liggja fyrir og styður mjög við aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins gegn mansali sem kynnt var fyrr á árinu. Í mansali felst ekki endilega að manneskja sé innilokuð og hlekkjuð. Mansal merkir samkvæmt skilgreiningu aðgerðaráætlunar félagsmálaráðuneytisins „að útvega fólk, flytja það eða færa til, halda því eða taka við því í því skyni að notfæra sér það og það er gert með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung". Í skýrslu Fríðu Rósar eru rakin allmörg dæmi um mansal úr íslenskum veruleika; konur sem seldur hefur verið aðgangur að, hópur kvenna sem vann hér á landi, hafði enga kennitölu og laun fyrir þjónustu kvennanna var greidd til eins og sama aðila sem greiddi konunum eftir dúk og disk og í samræmi við launataxta í upprunalandi þeirra en ekki þá sem hér er miðað við, og konur sem gert er að sjá mönnum sínum fyrir kynlífi þegar þeir óska þess, óháð eigin löngun. Og það eru ekki eingöngu konur sem eru fórnarlömb mansals því dæmi eru um að skilyrði karlmanna sem hingað hafa komið til að vinna í byggingariðnaði hafi einnig flokkast sem mansal. Ísland hefur undirritað tvo fjölþjóðlega samninga sem taka á mansali, Palermó-bókunina við samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulegri brotastarfsemi frá árinu 2000 og samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali frá árinu 2005. Hvorugur þessara samninga hefur verið fullgiltur vegna þess að í íslensk lög og reglugerðir vantar tiltekin atriði sem nauðsynleg eru til þess að það sé hægt. Þetta er meðal þess sem tekið er á í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins og verði farið að henni á að vera hægt að fullgilda báða samningana á allra næstu árum. Í hinni nýútkomnu skýrslu kemur fram að umfang mansals á Íslandi er verulegt, eða á bilinu 59 til 128 mál á síðustu þremur árum. Þrátt fyrir það hefur aldrei fallið dómur í mansalsmáli hér á landi. Það sýnir með áþreifanlegum hætti hversu hjálparvana íslensk yfirvöld eru gagnvart þessari glæpastarfsemi. Aðgerðaráætlun gegn mansali liggur fyrir og nú greinargóð skýrsla um stöðu mála. Nú er komið að því að bretta upp ermar og nýta þessi góðu gögn til að vinna gegn mansalinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun