Nr. 2 - Landbúnaður Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 31. júlí 2009 06:00 Meginmarkmið Íslands í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið verða líkast til (1) að tryggja yfirráðin yfir auðlindum sjávar, (2) vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu og (3) fá sem skjótasta aðkomu að peningamálasamstarfi ESB. Í fyrri grein var rætt um sjávarútveginn en nú er sjónum beint að landbúnaðarmálum og byggðaþróun. Evrópusambandsaðild hefur umtalsverð áhrif í landbúnaði. Ef engar aðlaganir verða gerðar mun landbúnaðarstefna ESB einfaldlega taka við af þeirri íslensku sem hefur meðal annars í för með sér að innflutningur á landbúnaðarafurðum frá ríkjum ESB verður frjáls og óheftur. Þar sem matvælaverð er töluvert hærra á Íslandi en í ríkjum ESB ætti verðlag á landbúnaðarafurðum í íslenskum verslunum að lækka samhliða Evrópusambandsaðild Íslands. Íslenska samninganefndin ætti þó að geta fundið ýmsa möguleika til að vernda innlenda framleiðendur og ná fram auknum stuðningi. Mestu skiptir að landbúnaðarsvæði Íslands verði skilgreind til harðbýlla svæða en með því móti má ná fram auknum stuðningi. Auk framleiðslutengdra greiðslna má nefna styrki til fjárfestinga, til samstarfs bænda og ekki síst umhverfisstyrki. Í EES-samningunum náðu íslensk stjórnvöld með vísan í sjúkdómavarnir fram heimild til að viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum og hráu kjöti, sem flæða almennt frjálst yfir landamæri ESB. Með vísan í sérstöðu landsins hvað varðar viðkvæmni fyrir sjúkdómum vegna langvarandi einangrunar þeirra dýrastofna sem hér eru er ekki fráleitt að Ísland geti krafist áframhaldandi undanþágu varðandi frelsi í innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum, einna helst ferskum en jafnvel mögulega frosnum líka. Slíkt gengur hins vegar gegn almennri réttarreglu í ESB og því þurfa íslensk stjórnvöld að finna raunhæfa réttlætingu fyrir því. Vegna legu landsins, sem eyja í miðju Atlantshafi, langt frá helstu framleiðslumörkuðum, geta íslensk stjórnvöld enn fremur haldið því fram að hér sé matvælaöryggi sérlega mikilvægt og þannig fært fram gild rök fyrir því að tryggja nægjanlega matvælaframleiðslu innanlands, með áframhaldandi hömlum á innflutningi. Þó svo að landbúnaðarframleiðendur almennt geti eins og hér er reifað vísað til ýmissa þátta til að viðhalda núverandi vernd í greininni er það eigi að síður svo, að líkast til verður auðveldara að rökstyðja aukinn stuðning og vernd í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu heldur en í svína- og kjúklingarækt. Eins og að framan greinir hefur í seinni tíð verið lögð aukin áhersla á að vernda menningararf í landbúnaðarstefnu ESB. Núorðið er litið svo á að hlutverk landbúnaðarins sé mun víðfeðmara heldur en aðeins að framleiða matvöru. Landbúnaður snýst nú einnig um vernd menningarverðmæta, umhverfismál, dýravernd, byggðaþróun, heilbrigðismál og öryggismál í matvælaframleiðslu. Búskapur snýst þar af leiðandi ekki eingöngu um afkomu bænda og matvælaframleiðslu heldur einnig um aðra þætti sem snerta daglegt líf og heilsu fólks. Fjölskyldubýlið er rótgróið í íslenskri menningu og hvílir á mörgum mikilvægustu stoðum í sögu landsins. Í sjálfstæðisbaráttunni var litið svo á að bændabýlin geymdu menningarlega sögu og arfleifð Íslands, bóndinn varð eins konar menningarleg hetja Íslandssögunnar og mikilvægt þótti að standa vörð um bændasamfélagið og koma í veg fyrir að þjóðin veslaðist upp í ómenningu í verslunarþorpum við sjávarsíðuna. Þar sem hið hefðbundna bóndabýli byggir helst á sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu er mun augljósara að vernda þá atvinnustarfsemi heldur en nýrri búgreinar. Byggðastefna er rótgróinn þáttur í starfi Evrópusambandsins og sjóðir þess veita ríkulega byggðastyrki. Ísland er dreifbýlt og hrjóstrugt land og því má gera ráð fyrir að verulegur hluti þess fjármagns, sem kemur í hlut Íslands úr sameiginlegum sjóðum, verði á forsendum byggðastefnu, til að tryggja byggð um allt land, efla samgöngur og auka fjölbreytni í atvinnuháttum. Hér skiptir skilgreining landsins í aðildarviðræðum meginmáli en í áherslu ESB á byggðaþróun má finna ansi fína röksemd fyrir íslensk stjórnvöld til að fara fram á tryggan stuðning við fjölskyldubýlið. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í peningamálum. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Meginmarkmið Íslands í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið verða líkast til (1) að tryggja yfirráðin yfir auðlindum sjávar, (2) vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu og (3) fá sem skjótasta aðkomu að peningamálasamstarfi ESB. Í fyrri grein var rætt um sjávarútveginn en nú er sjónum beint að landbúnaðarmálum og byggðaþróun. Evrópusambandsaðild hefur umtalsverð áhrif í landbúnaði. Ef engar aðlaganir verða gerðar mun landbúnaðarstefna ESB einfaldlega taka við af þeirri íslensku sem hefur meðal annars í för með sér að innflutningur á landbúnaðarafurðum frá ríkjum ESB verður frjáls og óheftur. Þar sem matvælaverð er töluvert hærra á Íslandi en í ríkjum ESB ætti verðlag á landbúnaðarafurðum í íslenskum verslunum að lækka samhliða Evrópusambandsaðild Íslands. Íslenska samninganefndin ætti þó að geta fundið ýmsa möguleika til að vernda innlenda framleiðendur og ná fram auknum stuðningi. Mestu skiptir að landbúnaðarsvæði Íslands verði skilgreind til harðbýlla svæða en með því móti má ná fram auknum stuðningi. Auk framleiðslutengdra greiðslna má nefna styrki til fjárfestinga, til samstarfs bænda og ekki síst umhverfisstyrki. Í EES-samningunum náðu íslensk stjórnvöld með vísan í sjúkdómavarnir fram heimild til að viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum og hráu kjöti, sem flæða almennt frjálst yfir landamæri ESB. Með vísan í sérstöðu landsins hvað varðar viðkvæmni fyrir sjúkdómum vegna langvarandi einangrunar þeirra dýrastofna sem hér eru er ekki fráleitt að Ísland geti krafist áframhaldandi undanþágu varðandi frelsi í innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum, einna helst ferskum en jafnvel mögulega frosnum líka. Slíkt gengur hins vegar gegn almennri réttarreglu í ESB og því þurfa íslensk stjórnvöld að finna raunhæfa réttlætingu fyrir því. Vegna legu landsins, sem eyja í miðju Atlantshafi, langt frá helstu framleiðslumörkuðum, geta íslensk stjórnvöld enn fremur haldið því fram að hér sé matvælaöryggi sérlega mikilvægt og þannig fært fram gild rök fyrir því að tryggja nægjanlega matvælaframleiðslu innanlands, með áframhaldandi hömlum á innflutningi. Þó svo að landbúnaðarframleiðendur almennt geti eins og hér er reifað vísað til ýmissa þátta til að viðhalda núverandi vernd í greininni er það eigi að síður svo, að líkast til verður auðveldara að rökstyðja aukinn stuðning og vernd í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu heldur en í svína- og kjúklingarækt. Eins og að framan greinir hefur í seinni tíð verið lögð aukin áhersla á að vernda menningararf í landbúnaðarstefnu ESB. Núorðið er litið svo á að hlutverk landbúnaðarins sé mun víðfeðmara heldur en aðeins að framleiða matvöru. Landbúnaður snýst nú einnig um vernd menningarverðmæta, umhverfismál, dýravernd, byggðaþróun, heilbrigðismál og öryggismál í matvælaframleiðslu. Búskapur snýst þar af leiðandi ekki eingöngu um afkomu bænda og matvælaframleiðslu heldur einnig um aðra þætti sem snerta daglegt líf og heilsu fólks. Fjölskyldubýlið er rótgróið í íslenskri menningu og hvílir á mörgum mikilvægustu stoðum í sögu landsins. Í sjálfstæðisbaráttunni var litið svo á að bændabýlin geymdu menningarlega sögu og arfleifð Íslands, bóndinn varð eins konar menningarleg hetja Íslandssögunnar og mikilvægt þótti að standa vörð um bændasamfélagið og koma í veg fyrir að þjóðin veslaðist upp í ómenningu í verslunarþorpum við sjávarsíðuna. Þar sem hið hefðbundna bóndabýli byggir helst á sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu er mun augljósara að vernda þá atvinnustarfsemi heldur en nýrri búgreinar. Byggðastefna er rótgróinn þáttur í starfi Evrópusambandsins og sjóðir þess veita ríkulega byggðastyrki. Ísland er dreifbýlt og hrjóstrugt land og því má gera ráð fyrir að verulegur hluti þess fjármagns, sem kemur í hlut Íslands úr sameiginlegum sjóðum, verði á forsendum byggðastefnu, til að tryggja byggð um allt land, efla samgöngur og auka fjölbreytni í atvinnuháttum. Hér skiptir skilgreining landsins í aðildarviðræðum meginmáli en í áherslu ESB á byggðaþróun má finna ansi fína röksemd fyrir íslensk stjórnvöld til að fara fram á tryggan stuðning við fjölskyldubýlið. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í peningamálum. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun