Mikil gróska í prjónaskap 25. nóvember 2009 03:00 Prjónakonur Þær Erla Sigurlaug og Ragnheiður Eiríksdóttir ætla að kenna Íslendingum þá list að prjóna. Erla gefur út bók en Ragnheiður dvd-disk. Sjá má frekari upplýsingar á síðum þeirra, blog.eyjan.is/ragnheidur og prjonaperlur.blogspot.com Fréttablaðið/Stefán Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Halldóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjónakonum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríksdóttir, en hún er nú að gefa út DVD-diskinn Prjónum saman. Diskurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hreinlega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún í rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þessar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Halldóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira