Lífið

Syngur í Háskólabíói í febrúar

emilíana torrini Emilíana heldur tónleika í Háskólabíói laugardaginn 20. febrúar.fréttablaðið/gva
emilíana torrini Emilíana heldur tónleika í Háskólabíói laugardaginn 20. febrúar.fréttablaðið/gva

Emilíana Torrini heldur tónleika með hljómsveit sinni í Háskólabíói laugardaginn 20. febrúar. Hún hélt tvenna tónleika í Háskólabíói í desember í fyrra til að kynna plötu sína Me and Armini og seldist upp á þá báða. Síðan þá hefur frægðarsól hennar risið hratt, sérstaklega vegna hins vinsæla Jungle Drum sem sat á toppi þýska vinsældalistans í margar vikur.

Emilíana er búin að vera á stanslausu tónleikaferðalagi um Evrópu og Ameríku á þessu ári með hljómsveit sinni og stöðugt verið að bæta við áhorfendafjöldann. Sökum mikilla anna hjá Emilíönu var búið að slá það út af borðinu að hún héldi aftur tónleika hér á landi í bráð en hún bjó til tíma og tónleikarnir í febrúar eru því orðnir að veruleika.

Þess má geta að á Íslandi hefur Me and Armini selst í rúmlega tíu þúsund eintökum og forveri hennar Fisherman‘s Woman í rúmlega fimmtán þúsund eintökum. Úti í heimi hefur Me and Armini selst gríðarvel, í 250 til 300 þúsund eintökum, og Jungle Drum-smáskífan hefur selst í um fimmtíu þúsund eintökum.

Fyrri plötur Emilíönu hafa einnig selst vel erlendis. Fisherman‘s Woman hefur selst í um 150 þúsundum og Love in the Time of Silence í um 200 þúsund eintökum. Samanlagt hafa breiðskífur hennar þrjár því selst í yfir 600 þúsund eintökum.

Áður en Emilíana kemur hingað til lands fer hún í tónleikaferðalag um Ástralíu um jólin og fer síðan til Japans um miðjan janúar. Forsala á tónleikana í Háskólabíói hefst á fimmtudaginn kl. 10.00 á Midi.is og á afgreiðslustöðum Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.