Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið 27. júlí 2009 08:45 Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira