Lífið

Sextán ára sonur Travolta lést í gær

John Travolta
John Travolta

Sextán ára gamall sonur leikarans John Travolta lést í gær á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum. Pilturinn er talinn hafa fengið flogakast inni á baðherbergi og dottið með höfuðið í baðkar með fyrrgreindum afleiðingum. Húshjálp fjölskyldunnar fann drenginn meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Sonurinn sem hétt Jett á sér nokkra sögu í tengslum við flogaköst og er krufning ráðgerð. Michael Ossis lögfræðingur fjölskyldunnar staðfesti í yfirlýsingu að pilturinn hefði látist. Jett var elstur barna Travolta og eiginkonu hans Kelly Preston.

Preston hefur áður látið hafa eftir sér í viðtali að Jett hafi orðið mjög veikur þegar hann var aðeins tveggja ára gamall og hefði þá verið greindur með Kawasaki sjúkdóminn, sem leiðir til bólgna í æðum lítilla barna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.