Lífið

Stefán Karl sýnir fyrir stjörnurnar í Hollywood

<B>Ben Stiller</B>, <B>Gwen Stefani</B> og Gavin Rossdale eru meðal þeirra sem hafa séð sýningu Stefáns Karls, The Grinch, í Pantages Theater. Sjálf Angelina Jolie og Brad Pitt hafa boðað komu sína og svo bauð Stefán Tiger Woods að sjá leiksýninguna í beinni á latínskri sjónvarpsstöð.
<B>Ben Stiller</B>, <B>Gwen Stefani</B> og Gavin Rossdale eru meðal þeirra sem hafa séð sýningu Stefáns Karls, The Grinch, í Pantages Theater. Sjálf Angelina Jolie og Brad Pitt hafa boðað komu sína og svo bauð Stefán Tiger Woods að sjá leiksýninguna í beinni á latínskri sjónvarpsstöð.

„Þetta farið framúr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg," segir Stefán Karl Stefánsson. Hann hefur nú leikið í fimmtíu sýningum af söngleiknum How the Grinch Stole Christmas í Pantages Theatre. Stefán leikur aðalhlutverkið, sjálfan Trölla en tímabilið hjá honum er hvergi nærri búið, enn eru eftir þrjátíu sýningar.

„Þetta hafa verið þrjár sýningar á dag, stundum fjórar þannig að þetta er mikil keyrsla, ég kvarta hins vegar ekki, þetta er bara vertíð hjá manni," segir Stefán.

Og þar sem Stefán er í höfuðborg kvikmyndastjarnanna og annars frægðarfólks hefur töluverður fjöldi þeirra komið með fjölskyldurnar sína og horft á söngleikinn. Má þar meðal annars nefna hjónakornin Gwen Stefani og Gavin Rossdale sem komu ásamt syni sínum, Cheryl Hines úr Curb Your Enthusiasm-sjónvarpsþáttunum og svo var Ben Stiller, einn þekktasti gamanleikari heims um þessar mundir, meðal gesta um helgina.

„Brad Pitt og Angelina Jolie hafa síðan boðað komu sína hingað ásamt krakkaskaranum þannig að það er alltaf eitthvað um svona heimsóknir," segir Stefán sem tók sig síðan til, „ruddist" inní beina útsendingu hjá latínskri sjónvarpsstöð í Los Angeles og bauð sjálfum Tiger Woods að koma á sýnininguna. „Þeir eiga eitthvað sameiginlegt, Trölli og Tiger," segir Stefán og hlær en eins og flestir ættu að vita hefur töluvert gengið á í einkalífi kylfingsins eftir að upp komst um stanslaust framhjáhald hans. Og þau verða eflaust ekki hátíðleg jólin hjá hjónakornunum.

Stefán viðurkennir að sýningin sé frábær auglýsing fyrir sig sem leikara, hún hafi fengið mikla athygli og hann finni fyrir því að fólk úr bransanum fylgist vel með. „Ég er bara hamra járnið á meðan það er heitt því járnið er fljótt að kólna í Hollywood," segir Stefán en nú er að renna upp sjónvarpsþáttatímabilið í Bandaríkjnum þar sem nýir þættir fara í framleiðslu hjá stóru sjónvarpsstöðvunum. „Maður verður bara að vera duglegur og harka en þetta krefst þess að maður sé með stáltaugar og hafi góða fjölskyldu og vini á bakvið sig." -freyrgigja@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.