Stefán Karl sýnir fyrir stjörnurnar í Hollywood 15. desember 2009 06:00 <B>Ben Stiller</B>, <B>Gwen Stefani</B> og Gavin Rossdale eru meðal þeirra sem hafa séð sýningu Stefáns Karls, The Grinch, í Pantages Theater. Sjálf Angelina Jolie og Brad Pitt hafa boðað komu sína og svo bauð Stefán Tiger Woods að sjá leiksýninguna í beinni á latínskri sjónvarpsstöð. „Þetta farið framúr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg," segir Stefán Karl Stefánsson. Hann hefur nú leikið í fimmtíu sýningum af söngleiknum How the Grinch Stole Christmas í Pantages Theatre. Stefán leikur aðalhlutverkið, sjálfan Trölla en tímabilið hjá honum er hvergi nærri búið, enn eru eftir þrjátíu sýningar. „Þetta hafa verið þrjár sýningar á dag, stundum fjórar þannig að þetta er mikil keyrsla, ég kvarta hins vegar ekki, þetta er bara vertíð hjá manni," segir Stefán. Og þar sem Stefán er í höfuðborg kvikmyndastjarnanna og annars frægðarfólks hefur töluverður fjöldi þeirra komið með fjölskyldurnar sína og horft á söngleikinn. Má þar meðal annars nefna hjónakornin Gwen Stefani og Gavin Rossdale sem komu ásamt syni sínum, Cheryl Hines úr Curb Your Enthusiasm-sjónvarpsþáttunum og svo var Ben Stiller, einn þekktasti gamanleikari heims um þessar mundir, meðal gesta um helgina. „Brad Pitt og Angelina Jolie hafa síðan boðað komu sína hingað ásamt krakkaskaranum þannig að það er alltaf eitthvað um svona heimsóknir," segir Stefán sem tók sig síðan til, „ruddist" inní beina útsendingu hjá latínskri sjónvarpsstöð í Los Angeles og bauð sjálfum Tiger Woods að koma á sýnininguna. „Þeir eiga eitthvað sameiginlegt, Trölli og Tiger," segir Stefán og hlær en eins og flestir ættu að vita hefur töluvert gengið á í einkalífi kylfingsins eftir að upp komst um stanslaust framhjáhald hans. Og þau verða eflaust ekki hátíðleg jólin hjá hjónakornunum. Stefán viðurkennir að sýningin sé frábær auglýsing fyrir sig sem leikara, hún hafi fengið mikla athygli og hann finni fyrir því að fólk úr bransanum fylgist vel með. „Ég er bara hamra járnið á meðan það er heitt því járnið er fljótt að kólna í Hollywood," segir Stefán en nú er að renna upp sjónvarpsþáttatímabilið í Bandaríkjnum þar sem nýir þættir fara í framleiðslu hjá stóru sjónvarpsstöðvunum. „Maður verður bara að vera duglegur og harka en þetta krefst þess að maður sé með stáltaugar og hafi góða fjölskyldu og vini á bakvið sig." -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Þetta farið framúr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg," segir Stefán Karl Stefánsson. Hann hefur nú leikið í fimmtíu sýningum af söngleiknum How the Grinch Stole Christmas í Pantages Theatre. Stefán leikur aðalhlutverkið, sjálfan Trölla en tímabilið hjá honum er hvergi nærri búið, enn eru eftir þrjátíu sýningar. „Þetta hafa verið þrjár sýningar á dag, stundum fjórar þannig að þetta er mikil keyrsla, ég kvarta hins vegar ekki, þetta er bara vertíð hjá manni," segir Stefán. Og þar sem Stefán er í höfuðborg kvikmyndastjarnanna og annars frægðarfólks hefur töluverður fjöldi þeirra komið með fjölskyldurnar sína og horft á söngleikinn. Má þar meðal annars nefna hjónakornin Gwen Stefani og Gavin Rossdale sem komu ásamt syni sínum, Cheryl Hines úr Curb Your Enthusiasm-sjónvarpsþáttunum og svo var Ben Stiller, einn þekktasti gamanleikari heims um þessar mundir, meðal gesta um helgina. „Brad Pitt og Angelina Jolie hafa síðan boðað komu sína hingað ásamt krakkaskaranum þannig að það er alltaf eitthvað um svona heimsóknir," segir Stefán sem tók sig síðan til, „ruddist" inní beina útsendingu hjá latínskri sjónvarpsstöð í Los Angeles og bauð sjálfum Tiger Woods að koma á sýnininguna. „Þeir eiga eitthvað sameiginlegt, Trölli og Tiger," segir Stefán og hlær en eins og flestir ættu að vita hefur töluvert gengið á í einkalífi kylfingsins eftir að upp komst um stanslaust framhjáhald hans. Og þau verða eflaust ekki hátíðleg jólin hjá hjónakornunum. Stefán viðurkennir að sýningin sé frábær auglýsing fyrir sig sem leikara, hún hafi fengið mikla athygli og hann finni fyrir því að fólk úr bransanum fylgist vel með. „Ég er bara hamra járnið á meðan það er heitt því járnið er fljótt að kólna í Hollywood," segir Stefán en nú er að renna upp sjónvarpsþáttatímabilið í Bandaríkjnum þar sem nýir þættir fara í framleiðslu hjá stóru sjónvarpsstöðvunum. „Maður verður bara að vera duglegur og harka en þetta krefst þess að maður sé með stáltaugar og hafi góða fjölskyldu og vini á bakvið sig." -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“