Hverjir mega segja hvað? Jón Kaldal skrifar 19. júní 2009 07:00 Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga. Þessi gagnrýni átti rétt á sér að stórum hluta. Fjölmiðlar, háskólasamfélagið, Alþingi og jafnvel rithöfundar landsins, sem oft fanga veruleikann betur í skáldverkum sínum en nokkur fréttamiðill, sáu ekki það sem var að gerast fyrir framan augun á þeim. Í kjölfar hrunsins myndaðist sterkur samhljómur um að slíkt ástand mætti ekki skapast aftur. Kröftug umræða upphófst um nauðsyn þess að hverjum steini yrði velt við, öll mál rædd á alla kanta, alveg niður til botns. Allt upp á borðið varð vinsælasti frasinn. Átta mánuðum eftir hrun er þó svo komið að hávær hópur fólks vill ekki að rætt sé um viss mál og einstaklinga nema með einum ákveðnum hætti. Alveg eins og á góðæristímanum. Þessi afstöðu má til dæmis sjá í viðbrögðum við vangaveltum um stöðu Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í pistli sem birtist á þessum stað á þjóðhátíðardaginn. Í þeim viðbrögðum kemur fram á afgerandi hátt sú hugmynd að einungis sé leyfilegt að hafa eina skoðun á Evu Joly, og eina skoðun á því hvort framlag hennar við rannsókn bankahrunsins hafi verið heppilegt. En dagar einnar skoðunar eru liðnir. Það eru engin mál til lengur sem ekki má ræða. Og enginn einstaklingur er heilagur, sem betur fer. Stóryrtum æsingamönnum sem gera sig breiða á bloggsíðum, flestir í skjóli nafnleysis, tekst ekki að stöðva gagnrýna umræðu, eins og virðist vera þeirra heitasta ósk þessa dagana. Það var bráðnauðsynlegt að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar við rannsókn, enduruppbyggingu og tiltekt í íslensku efnahagslífi. Sérfræðingarnir eru fólk, alveg eins og innfæddir, og um þá má fjalla silkihanskalaust. Um þá þarf beinlínis að ræða eins og aðra. Þeir sem telja sig hafa 100 prósent rétt fyrir sér og þola ekki skoðanir annarra eru hættulegir öfgamenn. Það má ekki láta slíka menn ná yfirtökum á umræðunni og hrekja af sviðinu þá sem vilja velta stöðu mála fyrir sér með gagnrýnum hug. Sífellt fjölgar þeim sem vilja ekki taka þátt í þjóðmálaumræðunni, vegna þess að þeir kæra sig ekki um mögulegar afleiðingar af því að leggja orð í belg. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun. Of margir eru komnir í felur fyrir æsingamönnunum. Það er beinlínis vont fyrir samfélagið að láta þá taka yfir umræðuna, með subbulegu orðfæri, uppnefnum og hótunum um blaðabrennur og heimsóknir heim til þeirra sem þeir eru ósammála. Slík uppgjöf er ekki valkostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Tilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagnakennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæristímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnislausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda einstaklinga. Þessi gagnrýni átti rétt á sér að stórum hluta. Fjölmiðlar, háskólasamfélagið, Alþingi og jafnvel rithöfundar landsins, sem oft fanga veruleikann betur í skáldverkum sínum en nokkur fréttamiðill, sáu ekki það sem var að gerast fyrir framan augun á þeim. Í kjölfar hrunsins myndaðist sterkur samhljómur um að slíkt ástand mætti ekki skapast aftur. Kröftug umræða upphófst um nauðsyn þess að hverjum steini yrði velt við, öll mál rædd á alla kanta, alveg niður til botns. Allt upp á borðið varð vinsælasti frasinn. Átta mánuðum eftir hrun er þó svo komið að hávær hópur fólks vill ekki að rætt sé um viss mál og einstaklinga nema með einum ákveðnum hætti. Alveg eins og á góðæristímanum. Þessi afstöðu má til dæmis sjá í viðbrögðum við vangaveltum um stöðu Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í pistli sem birtist á þessum stað á þjóðhátíðardaginn. Í þeim viðbrögðum kemur fram á afgerandi hátt sú hugmynd að einungis sé leyfilegt að hafa eina skoðun á Evu Joly, og eina skoðun á því hvort framlag hennar við rannsókn bankahrunsins hafi verið heppilegt. En dagar einnar skoðunar eru liðnir. Það eru engin mál til lengur sem ekki má ræða. Og enginn einstaklingur er heilagur, sem betur fer. Stóryrtum æsingamönnum sem gera sig breiða á bloggsíðum, flestir í skjóli nafnleysis, tekst ekki að stöðva gagnrýna umræðu, eins og virðist vera þeirra heitasta ósk þessa dagana. Það var bráðnauðsynlegt að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar við rannsókn, enduruppbyggingu og tiltekt í íslensku efnahagslífi. Sérfræðingarnir eru fólk, alveg eins og innfæddir, og um þá má fjalla silkihanskalaust. Um þá þarf beinlínis að ræða eins og aðra. Þeir sem telja sig hafa 100 prósent rétt fyrir sér og þola ekki skoðanir annarra eru hættulegir öfgamenn. Það má ekki láta slíka menn ná yfirtökum á umræðunni og hrekja af sviðinu þá sem vilja velta stöðu mála fyrir sér með gagnrýnum hug. Sífellt fjölgar þeim sem vilja ekki taka þátt í þjóðmálaumræðunni, vegna þess að þeir kæra sig ekki um mögulegar afleiðingar af því að leggja orð í belg. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun. Of margir eru komnir í felur fyrir æsingamönnunum. Það er beinlínis vont fyrir samfélagið að láta þá taka yfir umræðuna, með subbulegu orðfæri, uppnefnum og hótunum um blaðabrennur og heimsóknir heim til þeirra sem þeir eru ósammála. Slík uppgjöf er ekki valkostur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun