Innlent

Sigurður og félagar í gæsluvarðuhaldi til 1. júlí

Sigurður Ólason þarf að sæta gæsluvarðhalldi til 1. júlí vegna rannsóknarhagsmuna.
Sigurður Ólason þarf að sæta gæsluvarðhalldi til 1. júlí vegna rannsóknarhagsmuna.

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir sem um ræðir heita Sigurður Ólason, Ársæll Snorrason og Gunnar Viðar Árnason.

Mennirnir eru grunaðir um að vera flæktir í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti.

Þeir hafa allir kært niðurstöðuna til Hæstaréttar en úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þremenningarnir, sem eru á þrítugs-, fimmtugs- og sextugsaldri, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Rannsókn málsins er mjög viðamikil en að henni hafa komið lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum auk tollyfirvalda. Rannsóknin er einnig unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í nokkrum öðrum löndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×