Lífið

Kalli Berndsen farðar á rússnesku

Karl Berndsen ætlar að gefa mynddisk sinn út í Rússlandi á næsta ári ef allt gengur að óskum.
fréttablaðið/anton
Karl Berndsen ætlar að gefa mynddisk sinn út í Rússlandi á næsta ári ef allt gengur að óskum. fréttablaðið/anton
„Ég er ekkert hættur. Þetta er bara byrjunin,“ segir hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen um nýjan mynddisk sinn þar sem hann kennir íslenskum konum að farða sig. Hann ætlar að láta þýða diskinn yfir á rússnesku og gefa hann út þar í landi á næsta ári. „Þetta var fjöldaframleitt í Litháen og við erum að fara þangað út í janúar. Konan þar er með dreifingarfyrirtæki og hún vill þýða þetta yfir á rússnesku. Rússland er náttúrlega massamarkaður,“ segir Karl.

Hann hefur einnig í hyggju að gefa diskinn út víðar um Austur-Evrópu og í Skandinavíu, og síðar meir í Bretlandi. Þar er Karl á heimavelli því hann starfaði þar um árabil með stjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney, John Galliano og stúlknabandið Sugababes. „Förðun er alþjóðlegt tungumál sem allar konur skilja. Þessi diskur er góður grunnur hvort sem þú ert þrettán ára að byrja að mála þig eða sjötug. Þetta er ekkert pjátur heldur er þetta grunnur yfir allt sem þarf að vita. Þetta eru tveir klukkutímar af vitneskju, bara eins og ef þú kæmir á einkanámskeið hjá mér,“ segir hann og bætir við: „Þú getur lesið hundrað bækur en augun í þér og heilinn læra ef þú sérð hlutina gerða fyrir framan þig.“ - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.