Lífið

Til heiðurs Iron Maiden

iron maiden
iron maiden

Tónleikar til heiðurs þungarokksveitinni Iron Maiden verða haldnir á Sódómu Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin sem flytur tónlist „Járnfrúarinnar" kallar sig MaidenIced og er skipuð fimm meðlimum nokkurra íslenskra þungarokksveita.

MaidenIced fylgir í fótspor margra erlendra Maiden-eftirhermusveita sem hafa notið töluverðra vinsælda, þar á meðal hinnar bandarísku The Iron Maidens. Hljómsveitirnar Dark Harvest og Perla hita upp á tónleikunum á Sódómu, sem hefjast klukkan 22.30. Miðaverð er 1.500 krónur í forsölu og 2.000 krónur við dyr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.