Hver ber ábyrgð á bankahruninu? 25. apríl 2009 00:01 Umræðan Ólöf Nordal skrifar um bankahrunið @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Þegar horft er til þess að ástæða þess að boðað var til alþingiskosninganna nk. laugardag, tveimur árum fyrr en hefðbundið kjörtímabil átti að renna út og bankahrunið sl. haust hefur verið ótrúlega lítið fjallað um raunverulegar orsakir þessa hruns. Glöggt er gests augað, segir í málshættinum. Fyrir nokkrum vikum skilaði finnskur bankasérfræðingur, Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði fengið til þess að leggja mat á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur, en matið er hluti af samkomulagi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérfræðingurinn var einkum beðinn um að meta regluverk varðandi lausafjárstýringu, lán til tengdra aðila, stórar stöðutökur, krosseignarhald og loks mat á hæfi eigenda og stjórnenda. Í skýrslu Kaarlo Jännäri, sem birt var 30. mars sl., telur hann að hrun íslenska bankakerfisins megi rekja til fjölda þátta sem hægt væri að lýsa – eins og gert var í Noregi þegar bankakreppan þar í landi var metin – sem blöndu af slæmum bankarekstri, rangri efnahagsstefnu og óheppni þar sem alþjóðlega fjármálakreppan hafi í raun gert endanlega út um íslenska bankakerfið. Það hefði mátt búast við því að þessi greining og þau atriði sem fjallað er um í skýrslu finnska sérfræðingsins hefðu orðið fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni. Nei, það er eins og menn hafi sammælst um að þegja þessa skýrslu í hel, alla vega forystumenn vinstri stjórnarinnar og Framsóknarflokksins. Það er reyndar ekki undarlegt í ljósi þess sem finnski sérfræðingurinn segir um aðdraganda bankahrunsins! Hann tiltekur þrjú atriði sem meginástæðu bankahrunsins: Í fyrsta lagi afdrifarík mistök af hálfu stjórnenda bankanna sjálfra sem hafi farið út á braut afar áhættusamra viðskipta sem síðan reyndust loftbólur. Þetta þýðir á mannamáli að stjórnendur bankanna beri meginábyrgðina á bankahruninu. Ekki stjórnvöld. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart enda í samræmi við bæði fyrri bankakreppur í öðrum löndum og það sem hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur að undanförnu. Um hvað snýst umræðan hér heima? Nei, það er varla minnst á ábyrgð eigenda bankanna heldur er reynt að skella allri skuldinni á tiltekinn flokk, í þessu tilviki á Sjálfstæðisflokkinn einan allra flokka. Þetta er auðvitað fjarstæða enda þarf ekki annað en skoða hverjir eru í forsvari fyrir þá auðjöfra sem settu íslenka bankakerfið á hliðina til þess að sjá að þeir eru fæstir í stuðningsmannahópi Sjálfstæðisflokksins. Alla vega ekki Jóhannes í Bónus sem birti heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu fyrir síðustu kosningar þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Eða son hans, Jón Ásgeir, sem varla þarf að hafa fleiri orð um. Í öðru lagi nefnir finnski sérfræðingurinn ákveðin hagstjórnarmistök sem einkum hafi falist í því að aðgerðir Íbúðalánasjóðs, í kjölfar hækkunar lánshlutfallsins upp í 90% árið 2004 fyrir atbeina Framsóknarflokksins sem leiddu til innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn í miklu ríkari mæli en áður, hafi unnið gegn hagstjórnaraðgerðum Seðlabankans sem miðuðu að því að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Sömuleiðis telur hann að Fjármálaeftirlitið hafi ekki haft nægilega öflugar lagaheimildir til að hamla gegn útþenslu bankakerfisins. Í þriðja lagi nefnir hann hina alþjóðlegu fjármálakreppu sem örlagavald í bankahruninu. Hann telur að ef ekki hefði komið til hinnar algjöru frystingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjármálarisans, Lehman"s Brothers, um miðjan september sl., hefði íslenska bankakerfið hugsanlega getað lifað af. Það vekur óneitanlega athygli, alla vega óháðra álitsgjafa, að finnski fjármálasérfræðingurinn nefnir Sjálfstæðisflokkinn hvergi á nafn sem sökudólg í bankahruninu. Ólíkt því sem sjálfskipaðir sérfræðingar og svokallaðir álitsgjafar þjóðarinnar hafa gert. Sem reyndar, við nánari skoðun, tilheyra annaðhvort Samfylkingunni eða Vinstri grænum, eða hvoru tveggja. Staðreyndin er nefnilega sú að bankakreppan stafaði af óábyrgri hegðan stjórnenda bankanna og óeðlilega mikilli og óafsakanlegri áhættu- og græðgissókn þeirra. Það er þessi hegðan sem kom íslenska bankakerfinu á hausinn og það er þessi hegðan sem við þurfum að borga fyrir á næstu árum. Vonandi sjá þeir sem voru mestu gerendurnir í þessum hildarleik að sér í tæka tíð þannig að reikningurinn lendi ekki allur á íslenskum skattborgurum. En það krefst sjálfstæðrar og óháðrar umfjöllunar íslenskra fjölmiðla! Hvenær skyldi það gerast? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Umræðan Ólöf Nordal skrifar um bankahrunið @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Þegar horft er til þess að ástæða þess að boðað var til alþingiskosninganna nk. laugardag, tveimur árum fyrr en hefðbundið kjörtímabil átti að renna út og bankahrunið sl. haust hefur verið ótrúlega lítið fjallað um raunverulegar orsakir þessa hruns. Glöggt er gests augað, segir í málshættinum. Fyrir nokkrum vikum skilaði finnskur bankasérfræðingur, Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði fengið til þess að leggja mat á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur, en matið er hluti af samkomulagi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérfræðingurinn var einkum beðinn um að meta regluverk varðandi lausafjárstýringu, lán til tengdra aðila, stórar stöðutökur, krosseignarhald og loks mat á hæfi eigenda og stjórnenda. Í skýrslu Kaarlo Jännäri, sem birt var 30. mars sl., telur hann að hrun íslenska bankakerfisins megi rekja til fjölda þátta sem hægt væri að lýsa – eins og gert var í Noregi þegar bankakreppan þar í landi var metin – sem blöndu af slæmum bankarekstri, rangri efnahagsstefnu og óheppni þar sem alþjóðlega fjármálakreppan hafi í raun gert endanlega út um íslenska bankakerfið. Það hefði mátt búast við því að þessi greining og þau atriði sem fjallað er um í skýrslu finnska sérfræðingsins hefðu orðið fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni. Nei, það er eins og menn hafi sammælst um að þegja þessa skýrslu í hel, alla vega forystumenn vinstri stjórnarinnar og Framsóknarflokksins. Það er reyndar ekki undarlegt í ljósi þess sem finnski sérfræðingurinn segir um aðdraganda bankahrunsins! Hann tiltekur þrjú atriði sem meginástæðu bankahrunsins: Í fyrsta lagi afdrifarík mistök af hálfu stjórnenda bankanna sjálfra sem hafi farið út á braut afar áhættusamra viðskipta sem síðan reyndust loftbólur. Þetta þýðir á mannamáli að stjórnendur bankanna beri meginábyrgðina á bankahruninu. Ekki stjórnvöld. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart enda í samræmi við bæði fyrri bankakreppur í öðrum löndum og það sem hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur að undanförnu. Um hvað snýst umræðan hér heima? Nei, það er varla minnst á ábyrgð eigenda bankanna heldur er reynt að skella allri skuldinni á tiltekinn flokk, í þessu tilviki á Sjálfstæðisflokkinn einan allra flokka. Þetta er auðvitað fjarstæða enda þarf ekki annað en skoða hverjir eru í forsvari fyrir þá auðjöfra sem settu íslenka bankakerfið á hliðina til þess að sjá að þeir eru fæstir í stuðningsmannahópi Sjálfstæðisflokksins. Alla vega ekki Jóhannes í Bónus sem birti heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu fyrir síðustu kosningar þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Eða son hans, Jón Ásgeir, sem varla þarf að hafa fleiri orð um. Í öðru lagi nefnir finnski sérfræðingurinn ákveðin hagstjórnarmistök sem einkum hafi falist í því að aðgerðir Íbúðalánasjóðs, í kjölfar hækkunar lánshlutfallsins upp í 90% árið 2004 fyrir atbeina Framsóknarflokksins sem leiddu til innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn í miklu ríkari mæli en áður, hafi unnið gegn hagstjórnaraðgerðum Seðlabankans sem miðuðu að því að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Sömuleiðis telur hann að Fjármálaeftirlitið hafi ekki haft nægilega öflugar lagaheimildir til að hamla gegn útþenslu bankakerfisins. Í þriðja lagi nefnir hann hina alþjóðlegu fjármálakreppu sem örlagavald í bankahruninu. Hann telur að ef ekki hefði komið til hinnar algjöru frystingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjármálarisans, Lehman"s Brothers, um miðjan september sl., hefði íslenska bankakerfið hugsanlega getað lifað af. Það vekur óneitanlega athygli, alla vega óháðra álitsgjafa, að finnski fjármálasérfræðingurinn nefnir Sjálfstæðisflokkinn hvergi á nafn sem sökudólg í bankahruninu. Ólíkt því sem sjálfskipaðir sérfræðingar og svokallaðir álitsgjafar þjóðarinnar hafa gert. Sem reyndar, við nánari skoðun, tilheyra annaðhvort Samfylkingunni eða Vinstri grænum, eða hvoru tveggja. Staðreyndin er nefnilega sú að bankakreppan stafaði af óábyrgri hegðan stjórnenda bankanna og óeðlilega mikilli og óafsakanlegri áhættu- og græðgissókn þeirra. Það er þessi hegðan sem kom íslenska bankakerfinu á hausinn og það er þessi hegðan sem við þurfum að borga fyrir á næstu árum. Vonandi sjá þeir sem voru mestu gerendurnir í þessum hildarleik að sér í tæka tíð þannig að reikningurinn lendi ekki allur á íslenskum skattborgurum. En það krefst sjálfstæðrar og óháðrar umfjöllunar íslenskra fjölmiðla! Hvenær skyldi það gerast? Höfundur er alþingismaður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun