Tetris er 25 ára Atli Steinn Guðmundsson skrifar 8. júní 2009 08:13 Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags. Pajitnov starfaði hjá tölvudeild sovésku vísindaakademíunnar þegar hann fékk hugmyndina að leiknum og leiddist einfaldlega í vinnunni. Nafnið Tetris sameinaði hann úr eftirlætisíþróttinni sinni, tennis, og gríska forskeytinu tetra. Þeir eru ófáir sem kannast við Tetris en leikurinn var gefinn út fyrir nánast allar gerðir af einka- og leikjatölvum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Leikurinn gengur út á að raða fallandi kubbum, af ýmsum stærðum og gerðum, saman í eina heild og mynda með þeim samfelldan múr. Þrátt fyrir að leikurinn reki upphaf sitt til ársins 1984 var það ekki fyrr en árið 1989 sem hann öðlaðist heimsfrægð en þá gaf Nintendo hann út fyrir Game Boy-leikjatölvu sína. Fram að því hafði Tetris eingöngu verið nothæfur í IBM-einkatölvum en um leið og Nintendo tók hann upp á arma sína seldust 35 milljónir eintaka af honum og björninn var unninn. Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags. Pajitnov starfaði hjá tölvudeild sovésku vísindaakademíunnar þegar hann fékk hugmyndina að leiknum og leiddist einfaldlega í vinnunni. Nafnið Tetris sameinaði hann úr eftirlætisíþróttinni sinni, tennis, og gríska forskeytinu tetra. Þeir eru ófáir sem kannast við Tetris en leikurinn var gefinn út fyrir nánast allar gerðir af einka- og leikjatölvum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Leikurinn gengur út á að raða fallandi kubbum, af ýmsum stærðum og gerðum, saman í eina heild og mynda með þeim samfelldan múr. Þrátt fyrir að leikurinn reki upphaf sitt til ársins 1984 var það ekki fyrr en árið 1989 sem hann öðlaðist heimsfrægð en þá gaf Nintendo hann út fyrir Game Boy-leikjatölvu sína. Fram að því hafði Tetris eingöngu verið nothæfur í IBM-einkatölvum en um leið og Nintendo tók hann upp á arma sína seldust 35 milljónir eintaka af honum og björninn var unninn.
Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira