Lífið

Enginn Blake

Guðdóttir Amy Winehouse, Dionne Bromfield, vísar því á bug að Amy og Blake séu að byrja aftur saman.Nordic Photos/Getty
Guðdóttir Amy Winehouse, Dionne Bromfield, vísar því á bug að Amy og Blake séu að byrja aftur saman.Nordic Photos/Getty

Guðdóttir Amy Winehouse, vandræðagemsans í bresku tónlistarlífi, hefur vísað því á bug að hún sé tekin saman aftur við Blake Fielder-Civil. Orðrómur þess efnis fór á kreik í bresku pressunni eftir að það spurðist út að þau hefðu eytt nákvæmlega 36 klukkustundum saman í íbúð í Sheffield. Dionne Bromfield, umrædd guðdóttir, sagði við Bang Showbiz þegar hún var spurð út í þetta að sögusagnirnar væru úr lausu lofti gripnar.

„Hún fór þangað til að segja Blake að sambandi þeirra væri endanlega lokið,“ er haft eftir Bromfield.

Hins vegar vildi Bromfield ekki vísa því á bug að það væri hugsanlega einhver annar í spilinu og sá væri mun skárri kostur en tugthúslimurinn Blake. Amy og Blake hafa hins vegar verið að daðra hvort við annað á Facebook og því hefur verið haldið fram að þau séu að leggja á ráðin um að giftast á ný. Brúðkaupið gæti hins vegar ekki farið fram í London því Blake má ekki stíga þar fæti samkvæmt dómsúrskurði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.