Lífið

Þjófóttir aðdáendur

Hjartaknúsarar. Verið er að ræna plaggötum af Robert Pattinson og Taylor Lautner.
Hjartaknúsarar. Verið er að ræna plaggötum af Robert Pattinson og Taylor Lautner.

Útibú skyndibitastaðarins Burger King hafa endurtekið orðið fyrir barðinu á ungum Twilight aðdáendum sem ræna plaggötum af veitingastöðunum. Burger King bjóða upp á Edward og Jacob máltíðir þessa dagana og eru staðirnir prýddir stórum plaggötum af vampírunni og varúlfinum. „Stúlkurnar koma inn á veitingastaðina og rífa plaggötin niður og hlaupa því næst út. Við þurfum stanslaust að henga ný upp, en stuttu síðar endurtekur sagan sig,“ sagði starfsmaður veitingakeðjunnar.

Kvikmyndin New Moon hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarið og hafa ungar stúlkur skipað sér í tvö lið, Lið-Edward og Lið-Jacob, eftir því hvort þær séu hrifnari af vampírunni Edward eða varúlfinum Jacob.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.