Hefur lagt fram 14 frumvörp um breytingar á fjármálamarkaði 8. desember 2009 15:04 Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur að undanförnu lagt fram á Alþingi 14 frumvörp til laga og breytinga á gildandi lögum. Meðal annars er um að ræða breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög sem ætlað er að auka jafnræði hluthafa, gagnsæi í eignarhaldi og jafnrétti í stjórnum og framkvæmdastjórn fyrirtækja.Í tilkynningu segir að þá séu lagðar til viðamiklar breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði og grunnur er lagður að framtíðarkerfi innstæðutrygginga, svo fátt eitt sé nefnt. Meðal annarra mála sem ráðherra hyggst leggja fyrir í desember er umfangsmikið frumvarp byggt á gagngerri endurskoðun á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja.Brýnt er að auka gagnsæi á eignarhaldi og atkvæðisrétti hluthafa í íslenskum hlutafélögum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið undanfarna mánuði. Með lagabreytingunum er ætlunin að styrkja til muna gildandi reglur um starfsemi hlutafélaga og einkahlutafélaga, þannig að hlutaskrá geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um hluthafa,hlutafjáreign þeirra og atkvæðisrétt. M.a. eru lagðar ríkar skyldur á stjórnir félaganna að sjá til þess að hlutaskráin geymi á hverjum tíma réttar upplýsingar um þessi atriði.Þá hefur ráðherra einnig lagt fram frumvarp til innleiðingar á EES-reglum sem ætlað er að auka réttindi og áhrif hluthafa í félögum sem hafa skráð skuldabréf eða hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði.Frumvarp ráðherra til breytinga á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði er byggt á ítarlegri endurskoðun á gildandi lögum sem fram fór í kjölfar hruns stærstu viðskiptabankanna. Nefnd sem ráðherra skipaði í vor endurskoðaði allt regluverkið og gerði tillögur að breytingum á ákvæðum um fjárfestingarheimildir, eignarhald, óhæði rekstrarfélaga, lagaumhverfi fagfjárfestasjóða o.fl. Þá er ætlunin að innleiða nauðsynlegar breytingar sem fram koma í tilskipunum ESB um sameiginlega fjárfestingu.Meðal þess sem tekið er á í frumvarpinu eru tengsl rekstrarfélaga sjóða, móðurfélaga rekstrarfélaga og vörslufyrirtækja. Einnig eru settar fram mun skýrari reglur og hömlur á fjárfestingu í einstökum félögum eða tengdum aðilum, en sem kunnugt er hefur komið fram mikil gagnrýni á áhættusækin viðskipti með verðbréf aðila sem voru tengdir innbyrðis eða tengdir rekstrarfélögum og vörslufyrirtækjum peningamarkaðsjóðanna fyrir hrun.Tilgangur frumvarpsins um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta er að innleiða breytingar á tryggingarkerfinu til samræmis við breytingar á regluverki Evrópusambandsins. Þá kalla þær ábyrgðir sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta á heildarendurskoðun á lögunum. Ný lög hafa hinsvegar engin áhrif á fyrri og ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórna um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi séu tryggðar að fullu.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira