Að finna fjölina sína Bergsteinn Sigurðsson. skrifar 21. ágúst 2009 06:00 Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. Í hverri fjölskyldu má finna að minnsta kosti eina laghenta manneskju sem getur dyttað að öllum fjáranum; tengt þvottavélina, fest upp ljóskastara eða skipt um olíu á bílnum. Hæfileikar af þessu tagi eru líklegir til að gulltryggja manni vinsældir innan fjölskyldunnar - að ekki sé minnst á tengdafjölskylduna. Það er óbrigðul regla að þegar valið stendur á milli fleiri en tveggja tengdasona nýtur sá laghentari ótvírætt meiri hylli. Ég er það sem kalla má liðónýtur handverksmaður. Orðinn þrítugur eru þau teljandi á fingrum annarrar handar árin frá því ég gat fyrst spennt startkapla á rafgeymi einn míns liðs. Fyrir vikið hef ég forðast eins og heitan eldinn öll verkefni sem fyrirfram virðast krefjast handlagni. Ef þvottavélin bilar geri ég eins og mér hefur hingað til verið eðlislægt: hringi í mann. Tengdafólk mitt hefur þrátt fyrir þessa vankanta mína sýnt mér vinsemd og hlýju. Mér hraus hins vegar hugur við því þegar tengdamóðir bað mig - eflaust í gustukaskyni til að láta mér finnast ég standa jafnfætis hinum handlögnu svilum mínum - að aðstoða við að parkettleggja nýja íbúð endanna á milli. Parkettlagning. Móðir allra yfirhalninga. Slík dvergasmíð er eflaust aðeins á færi snjöllustu völunda hugsaði ég með mér. Ég sló til með semingi. Eflaust hægt að nýta mig í að rífa upp umbúðir, sópa sag af svölunum og þar fram eftir götunum. Næstu þrjá daga reyndi ég hins vegar að það er á færi klunnalegustu álappa að leggja fjalir á gólf. Slík reynsla er á við æði hundrað sjálfsstyrkingarnámskeið og kollvarpar jafn mörgum hugmyndum sem maður hefur um sjálfan sig og eigin getu. Ég stóð keikur upp. Nú eru mér allir óspónlagðir vegir færir. Og tengdó á óaðfinnanlegt parkettgólf. Það er bara mismunandi flatt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. Í hverri fjölskyldu má finna að minnsta kosti eina laghenta manneskju sem getur dyttað að öllum fjáranum; tengt þvottavélina, fest upp ljóskastara eða skipt um olíu á bílnum. Hæfileikar af þessu tagi eru líklegir til að gulltryggja manni vinsældir innan fjölskyldunnar - að ekki sé minnst á tengdafjölskylduna. Það er óbrigðul regla að þegar valið stendur á milli fleiri en tveggja tengdasona nýtur sá laghentari ótvírætt meiri hylli. Ég er það sem kalla má liðónýtur handverksmaður. Orðinn þrítugur eru þau teljandi á fingrum annarrar handar árin frá því ég gat fyrst spennt startkapla á rafgeymi einn míns liðs. Fyrir vikið hef ég forðast eins og heitan eldinn öll verkefni sem fyrirfram virðast krefjast handlagni. Ef þvottavélin bilar geri ég eins og mér hefur hingað til verið eðlislægt: hringi í mann. Tengdafólk mitt hefur þrátt fyrir þessa vankanta mína sýnt mér vinsemd og hlýju. Mér hraus hins vegar hugur við því þegar tengdamóðir bað mig - eflaust í gustukaskyni til að láta mér finnast ég standa jafnfætis hinum handlögnu svilum mínum - að aðstoða við að parkettleggja nýja íbúð endanna á milli. Parkettlagning. Móðir allra yfirhalninga. Slík dvergasmíð er eflaust aðeins á færi snjöllustu völunda hugsaði ég með mér. Ég sló til með semingi. Eflaust hægt að nýta mig í að rífa upp umbúðir, sópa sag af svölunum og þar fram eftir götunum. Næstu þrjá daga reyndi ég hins vegar að það er á færi klunnalegustu álappa að leggja fjalir á gólf. Slík reynsla er á við æði hundrað sjálfsstyrkingarnámskeið og kollvarpar jafn mörgum hugmyndum sem maður hefur um sjálfan sig og eigin getu. Ég stóð keikur upp. Nú eru mér allir óspónlagðir vegir færir. Og tengdó á óaðfinnanlegt parkettgólf. Það er bara mismunandi flatt.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun