Æla Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 21. apríl 2009 06:00 Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni - flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast. Margt í hinni pólitísku atburðarás á Íslandi undanfarin misseri minnir á eiginleika orðsins æla. Fyrir nokkrum árum skrifaði ungur heimspekingur tímaritsgrein sem bar yfirskriftina „Allt sama tóbakið?" Þar rýndi hann í stefnuskrár stjórnmálaflokkanna og reyndi að greina hvað skildi þá raunverulega að. Niðurstaða hans var á þá leið að tiltölulega fátt greindi íslenska stjórnmálaflokka hvorn frá öðrum, að minnsta kosti ef marka mætti stefnuskrár þeirra, sem væru meira eða minna sama moðsuðan. Greinin vakti nokkur viðbrögð á sínum tíma. Gáfaður vinur minn minnti mig svo á að það varð tilefni lítils málþings sem efnt var til á litlu kaffihúsi í tilefni greinarinnar. Þar tóku nokkrir stjórnmálamenn til máls og sögðu þetta vera ofureinföldun hjá heimspekingnum; það væri vissulega mikill munur á flokkunum, stefnuskrárnar væru í raun hátíðarplögg sem ekki mætti taka of bókstaflega. Stjórnmálamennirnir aðhylltust sem sagt ekki bókstafstrú heldur listabókstafstrú. Seinna lagði ungi heimspekingurinn sitt af mörkum til að sanna ágæti kenningar sinna, gekk til liðs við flokk og því næst annan og vann fyrir þá báða af sannfæringu. Sjálfsagt gæti hann svo prófað þann þriðja ef hann bara vildi. Þetta tel ég honum ekki til vansa heldur aðeins dæmi um það hve auðvelt það ætti að vera að komast að samkomulagi við sjálfan sig og aðra í jafn agnarlitlu samfélagi og Íslandi. Í um 300 þúsund manna samfélagi sem þegar á ógrynni af heitu vatni, gjöful fiskimið og velmenntaða íbúa hlýtur að vera hægt að finna farsæla og sameiginlega lausn. Jafnvel án þess að tveimur álverksmiðjum sé bætt við þær sem fyrir eru. Verksmiðjuhugmyndirnar þykja mér reyndar stalínísk forræðishyggja og í raun — algjör þvæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni - flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast. Margt í hinni pólitísku atburðarás á Íslandi undanfarin misseri minnir á eiginleika orðsins æla. Fyrir nokkrum árum skrifaði ungur heimspekingur tímaritsgrein sem bar yfirskriftina „Allt sama tóbakið?" Þar rýndi hann í stefnuskrár stjórnmálaflokkanna og reyndi að greina hvað skildi þá raunverulega að. Niðurstaða hans var á þá leið að tiltölulega fátt greindi íslenska stjórnmálaflokka hvorn frá öðrum, að minnsta kosti ef marka mætti stefnuskrár þeirra, sem væru meira eða minna sama moðsuðan. Greinin vakti nokkur viðbrögð á sínum tíma. Gáfaður vinur minn minnti mig svo á að það varð tilefni lítils málþings sem efnt var til á litlu kaffihúsi í tilefni greinarinnar. Þar tóku nokkrir stjórnmálamenn til máls og sögðu þetta vera ofureinföldun hjá heimspekingnum; það væri vissulega mikill munur á flokkunum, stefnuskrárnar væru í raun hátíðarplögg sem ekki mætti taka of bókstaflega. Stjórnmálamennirnir aðhylltust sem sagt ekki bókstafstrú heldur listabókstafstrú. Seinna lagði ungi heimspekingurinn sitt af mörkum til að sanna ágæti kenningar sinna, gekk til liðs við flokk og því næst annan og vann fyrir þá báða af sannfæringu. Sjálfsagt gæti hann svo prófað þann þriðja ef hann bara vildi. Þetta tel ég honum ekki til vansa heldur aðeins dæmi um það hve auðvelt það ætti að vera að komast að samkomulagi við sjálfan sig og aðra í jafn agnarlitlu samfélagi og Íslandi. Í um 300 þúsund manna samfélagi sem þegar á ógrynni af heitu vatni, gjöful fiskimið og velmenntaða íbúa hlýtur að vera hægt að finna farsæla og sameiginlega lausn. Jafnvel án þess að tveimur álverksmiðjum sé bætt við þær sem fyrir eru. Verksmiðjuhugmyndirnar þykja mér reyndar stalínísk forræðishyggja og í raun — algjör þvæla.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun