Skýr svör liggi fyrir í vikulokin Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. apríl 2009 06:00 Að lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingiskosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvægustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst í að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Ekki er að ástæðulausu sem umræða um Evrópusambandið (ESB) og framtíðarskipan peningamála hefur nú í aðdraganda kosninga fengið byr undir báða vængi. Síðasta fimmtudag vakti verðskuldaða athygli grein Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Heims, þar sem hann gagnrýnir að stjórnvöld skuli ekki hafa markað sér stefnu til framtíðar og bendir á að eina raunhæfa lausnin sem landið standi frammi fyrir sé að sækja um aðild að ESB. Öðrum kosti gæti landið staðið frammi fyrir öðru efnahagshruni. Verði ekki sótt um stöndum við frammi fyrir því að stórfyrirtæki flytji höfuðstöðvar sínar úr landi, útlendingar þori ekki að fjárfesta hér á landi, fáir vilji lána Íslendingum peninga nema þá gegn okurvöxtum, atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verði viðvarandi og þjóðin missi næsta áratuginn af möguleikanum á að gerast aðili að ESB. Einhverra hluta vegna virðist Evrópumálið stjórnmálaflokkum landsins, utan einum, afskaplega snúið. Þannig skilaði á föstudag þverpólitísk nefnd um þróun Evrópumála fimm sérálitum. Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur, auk BSRB, skiluðu sínu álitinu hver. Athygli vekur hins vegar sameiginlegt álit Samfylkingar, Alþýðusambands, Samtaka iðnaðarins, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka ferðaþjónustunnar um að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB. Þá benti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabankans fyrir helgi, á að vissulega væri aðild að ESB á engan hátt lausn allra okkar vandamála þótt hún væri mikilvægt skref. „Evrópusambandsaðild myndi gefa stjórnvöldum aukið efnahagslegt aðhald og setja skýr markmið með Maastricht-skilmálunum. Þessi áhrif komu bersýnilega í ljós á sænskum fjármálamarkaði eftir að Svíar ákváðu að ganga í Evrópusambandið," benti hún á. Undir þetta má taka, þótt jafnrétt sé hjá Svein Harald Øygard seðlabankastjóra að til skemmri tíma litið séu aðgerðir sem hér þarf að grípa til þær sömu, hvort heldur sem við ætum að halda krónunni eða henda henni. Fyrir kosningar þurfa stjórnmálaflokkarnir hins vegar að svara hvernig eigi að haga peningamálum landsins. Sé skoðun einhverra að hér verði áfram byggt á krónunni þarf að fylgja sögunni hvernig eigi, án viðvarandi gjaldeyrishafta, að tryggja að hún verði ekki eftir sem áður uppspretta óstöðugleika og hamfara í hagstjórn landsins. Áframhaldandi útúrsnúningum um einhliða upptöku annarrar myntar þarf þá að sama skapi að fylgja útlistun á því hvernig sú leið sé fær án gjaldeyrishafta og stuðningur tryggður við fjármálakerfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Að lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingiskosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvægustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst í að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Ekki er að ástæðulausu sem umræða um Evrópusambandið (ESB) og framtíðarskipan peningamála hefur nú í aðdraganda kosninga fengið byr undir báða vængi. Síðasta fimmtudag vakti verðskuldaða athygli grein Benedikts Jóhannessonar, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Heims, þar sem hann gagnrýnir að stjórnvöld skuli ekki hafa markað sér stefnu til framtíðar og bendir á að eina raunhæfa lausnin sem landið standi frammi fyrir sé að sækja um aðild að ESB. Öðrum kosti gæti landið staðið frammi fyrir öðru efnahagshruni. Verði ekki sótt um stöndum við frammi fyrir því að stórfyrirtæki flytji höfuðstöðvar sínar úr landi, útlendingar þori ekki að fjárfesta hér á landi, fáir vilji lána Íslendingum peninga nema þá gegn okurvöxtum, atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verði viðvarandi og þjóðin missi næsta áratuginn af möguleikanum á að gerast aðili að ESB. Einhverra hluta vegna virðist Evrópumálið stjórnmálaflokkum landsins, utan einum, afskaplega snúið. Þannig skilaði á föstudag þverpólitísk nefnd um þróun Evrópumála fimm sérálitum. Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur, auk BSRB, skiluðu sínu álitinu hver. Athygli vekur hins vegar sameiginlegt álit Samfylkingar, Alþýðusambands, Samtaka iðnaðarins, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka ferðaþjónustunnar um að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB. Þá benti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabankans fyrir helgi, á að vissulega væri aðild að ESB á engan hátt lausn allra okkar vandamála þótt hún væri mikilvægt skref. „Evrópusambandsaðild myndi gefa stjórnvöldum aukið efnahagslegt aðhald og setja skýr markmið með Maastricht-skilmálunum. Þessi áhrif komu bersýnilega í ljós á sænskum fjármálamarkaði eftir að Svíar ákváðu að ganga í Evrópusambandið," benti hún á. Undir þetta má taka, þótt jafnrétt sé hjá Svein Harald Øygard seðlabankastjóra að til skemmri tíma litið séu aðgerðir sem hér þarf að grípa til þær sömu, hvort heldur sem við ætum að halda krónunni eða henda henni. Fyrir kosningar þurfa stjórnmálaflokkarnir hins vegar að svara hvernig eigi að haga peningamálum landsins. Sé skoðun einhverra að hér verði áfram byggt á krónunni þarf að fylgja sögunni hvernig eigi, án viðvarandi gjaldeyrishafta, að tryggja að hún verði ekki eftir sem áður uppspretta óstöðugleika og hamfara í hagstjórn landsins. Áframhaldandi útúrsnúningum um einhliða upptöku annarrar myntar þarf þá að sama skapi að fylgja útlistun á því hvernig sú leið sé fær án gjaldeyrishafta og stuðningur tryggður við fjármálakerfi landsins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun