Lífið

David Hasselhoff í vanda

David Hasselhoff er alkóhólisti segir fyrrum eiginkona hans, Pamela Bach. Hún hefur sjálf átt við áfengisvandamál að stríða.Nordic Photos/Getty
David Hasselhoff er alkóhólisti segir fyrrum eiginkona hans, Pamela Bach. Hún hefur sjálf átt við áfengisvandamál að stríða.Nordic Photos/Getty

Fyrrverandi eiginkona Davids Hasselhoff, Pamela Bach, hefur beðið aðdáendur og vini leikarans um að leggjast á eitt og fá Strandvarðargoðsögnina til að setja tappann í flöskuna. Hasselhoff og Bakkus hafa lengi eldað grátt silfur saman og hann virðist eiga erfitt með að láta vínið í friði, ef marka má orð fyrrverandi eiginkonu hans í bandarískum fjölmiðlum.

„Fíkn Davids í áfengi hefur haft mikil áhrif á líf fjölskyldunnar og sérstaklega dætra okkar. Við gátum ekki átt eðlilegt fjölskyldulíf þegar David drakk því maður trúði því aldrei að lífið gæti breyst til hins betra,“ sagði Pamela í yfirlýsingu sinni. Pamela og David eiga tvær dætur, hina 19 ára gömlu Taylor og Hayley, sem er sautján ára.

Pamela sjálf er reyndar ekki barnanna best því hún fékk sína þriðju ákæru fyrir ölvunarakstur í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.