Lífið

Susan Boyle er þunglynd

Susan Boyle hefur stigið fram og upplýst að hún sé þunglynd eftir einelti í æsku.
Susan Boyle hefur stigið fram og upplýst að hún sé þunglynd eftir einelti í æsku.

Susanne Boyle hefur upplýst að hún þjáist af þunglyndi. Hún eigi það til að fá reiðiköst en þetta sé afleiðing af því einelti sem hún mátti þola í æsku. Boyle hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir að hún sló í gegn í Britain Got Talent-sjónvarpsþættinum og nýleg plata hennar hefur selst í bílförmum úti um allan heim. „Ég get farið upp og niður, skapið er alveg eins og jójó," segir Boyle í samtali við The Sun.

Boyle átti erfitt með nám eftir að hafa orðið fyrir súrefnisskorti sem barn og söngkonan upplýsir í viðtalinu að henni líði best á sviði fyrir framan troðfullan sal af áhorfendum. „Ég gleymi bæði stund og stað, ég næ einhverri tengingu við áhorfendur og mér hefur verið sagt að ég sé allt önnur manneskja þar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.