Lífið

Hljómsveitir frá Garðabæ

Hljómsveitin Dikta spilar í Vídalínskirkju á þriðjudaginn.
Hljómsveitin Dikta spilar í Vídalínskirkju á þriðjudaginn.

Hljómsveitir og tónlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að vera úr Garðabænum spila á tónleikum í Vídalínskirkju á þriðjudaginn. Fram koma Dikta, Ourlives, Pétur Ben og nýliðinn Daníel Jón. Bæði Dikta og Ourlives voru að senda frá sér plötur fyrir jólin. Dikta gaf út sína þriðju plötu, Get It Together, og Ourlives sína fyrstu sem nefnist We Lost the Race.

Fyrsta plata Péturs Ben, Wine For My Weakness, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2007 sem besta platan. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 krónur. Forsala miða fer fram í Ilse Jacobsen á Garðatorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.