Lífið

Hendrikka gerir kvikmynd um Baróninn

Hendrikka, Hrafnhildur og Þórarinn Eldjárn, ásamt starfsmanni Réttindastofunnar, skrifuðu undir samning um gerð kvikmyndar eftir Baróninum, bók Þórarins.
Hendrikka, Hrafnhildur og Þórarinn Eldjárn, ásamt starfsmanni Réttindastofunnar, skrifuðu undir samning um gerð kvikmyndar eftir Baróninum, bók Þórarins.

Skartpgripahönnuðurinn Hendrikka Waage og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndaframleiðandi hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókinni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn.

„Hrafnhildur hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum að kvikmynda þessa sögu. Hún hitti síðan Hendrikku Waage, sem einnig hafði hugsað um baróninn lengi vel vegna hlutar sem hún á og hafði eitt sinn verið í eigu barónsins sjálfs. Hrafnhildur og Hendrikka fundu út fyrir tilviljun að þær ættu ást sína á sögu barónsins sameiginlega og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Valgerður Benediktsdóttir hjá Forlaginu.

Baróninn eftir Þórarin Eldjárn kom út árið 2004 og er heimildaskáldsaga um franska aðalsmanninn barón Charles Gauldrée Boilleau, eða Baróninn á Hvítárvöllum eins og hann hefur jafnan verið kallaður. Baróninn var stórættaður heimsborgari og hámenntaður listamaður sem kom til landsins árið 1898 í von um að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar, en arfleifð hans er meðal annars götunafn í Reykjavík, Barónsstígur.

Ekki liggur fyrir hvenær gerð kvikmyndarinnar hefst, en Hrafnhildur verður framleiðandi og Hendrikka meðframleiðandi myndarinnar. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.